Document Actions

Bloggsíður

Listi yfir bloggsíður þar sem fjallað er um norræn málefni og umræðu sem er ofarlega á baugi á Norðurlöndum. Sum blogg eru alþjóðleg en eru með vegna þess að þau setja svip sinn á norræna bloggheima og umræðu.

Norrænar bloggsíður

Norræna menningargáttin safnar saman áhugaverðum bloggskrifum og verkefnum sem eiga það sameiginlegt að varða norræna menningu og listir. Bloggin eru yfirleitt á ensku en í einstaka tilvikum einnig á skandinavísku tungumálunum.

Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar á að stuðla að því að þróa og efla norrænt samstarf samkvæmt beiðni norrænu samstarfsráðherranna. Á bloggsíðu framkvæmdastjórans er hægt að fylgjast með framgangi þess starfs.

Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri bloggar einnig reglulega á á hinum kunna netfréttamiðli Huffington post. Í bandarískri umræðu er oft bent á Norðurlöndin varðandi tiltekin sjónarmið um félagsmál, loftslagsmál og jafnréttismál, og á bloggi sínu leggur Høybråten til ný dæmi um það hvernig norræn gildi birtast í samfélögum okkar. 

Alþjóðlegar bloggsíður

Þýsku fréttamennirnir Clemens Bomsdorfs og Elmar Jungs blogga á þýsku um Norðurlönd á síðunni HighNorth. Þar fjalla þeir um allt mögulegt frá poppmenningu og byggingarlist til efnahags- og stjórnmála.

Á bloggi World Economic Forum má lesa skrif gáfnaljósanna hjá WEF um Norðurlönd. Blogg WEF er á ensku.

Manuel Velascos bloggar á spænsku á elcaminodelnorte. Áhugasvið hans eru norræn menning og saga og á síðunni er m.a. fjöldi myndskeiða frá Norðurlöndum. Velascos er rithöfundur sem hefur skrifað fjölda bóka um norræna menningu og sögu.

Terri Mapes Scandinavia Travel Blog er góð og vel uppfærð ferðabloggsíða á ensku fyrir þá sem vilja ferðast innan eða til Norðurlanda og Skandinavíu.

Arctic Startup er fyrirtæki sem rekur vefsíðu og bloggsíðu á ensku um ný fyrirtæki á sviði stafrænnar fjölmiðlunar og tækni á Norðurlöndum.

Svíþjóð

Eftirfarandi bloggsíður eru á sænsku.

Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, bloggar á síðunni Alla dessa dagar um stjórnmál og þróun á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi.

Á fréttasíðu TV4, politikerbloggen.se, má lesa víðtæka umfjöllun um það sem fréttnæmt þykir á vettvangi stjórnmálanna, stundum í norrænu samhengi.

Á Kulturbloggen er hægt að lesa um sænskt og norrænt menningarlíf.

Á Nordenbloggen fjallar Norræna félagið um það sem er ofarlega á baugi á Norðurlöndum.

Finnland

Eftirfarandi bloggsíður eru á finnsku.

Græni flokkurinn í Finnlandi bloggar á vihreäblogi, sem gefur góða yfirsýn yfir stjórnmálaumræðuna í Finnlandi.

Anne Berner, samstarfsráðherra Finnlands og upplýsinga- og samgönguráðherra.

Paavo Arhinmäki er þingmaður.

Ísland

Islandsbloggen fylgist með og fjallar um íslenskar fréttir, bæði efnahags- og menningartengdar, smáar jafnt sem stórar. Bloggið er á sænsku og er þess vegna góð heimild um Ísland fyrir þá sem eru á leið til landsins eða hafa áhuga á því.

Danmörk

Eftirfarandi bloggsíður eru á dönsku.

Á Altandetlige skrifa danskir hagfræðingar um efnahags- og stjórnmál frá dönsku sjónarhorni og tekst að halda úti fræðilegri umfjöllun sem jafnframt nýtur vinsælda.

Jyllandsposten og Berlingske Tidende halda skrá yfir fjölda danskra bloggara sem spanna stjórnmálarófið frá vinstri til hægri. Bloggdeildir blaðanna spanna flest viðfangsefni á sviðum menningar, efnahagsmála, stjórnmála og samfélagsmála, oft frá dönsku sjónarhorni.

Noregur

Eftirfarandi bloggsíður eru á norsku.

Kristin Clemet, formaður frjálslyndu hugveitunnar Civita, bloggar um þróun og samfélagshugmyndir, norsk og alþjóðleg stjórnmál.

Paul Chaffey bloggar um fjármál, stjórnmál og fylgist með heiminum frá norsku sjónarhorni.

Norski fornleifafræðingurinn Frans-Arne Stylegar bloggar um fornleifarannsóknir á Norðurlöndum. Á síðunni eru einnig fjölmargar krækjur á blogg- og vefsíður um fornleifarannsóknir.

Tillögur

Ef þér finnst vanta einhverja bloggsíðu þar sem fjallað er um norræn málefni, vinsamlega láttu okkur vita með því að senda okkur póst á webredaktionen@norden.org.

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: