Document Actions

Norðurlönd í vikunni - 01/05 2016

Fréttir

Loftslagsvandinn úti í kuldanum?

02/12 2011

COP15 loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn er mönnum í fersku minni og nú er framundan COP17 í Suður-Afríku. Loftslagsvandinn er langt frá því að vera leystur, en svo virðist sem fjölmiðlar hafi gleymt honum. Hvar standa norrænu ríkin í aðdraganda COP17 og hvaða aðgerða hafa menn gripið til frá lokum COP15. Leitað er svara við þessum spurningum í síðasta tölublaði Analys Norden á þessu ári, sem kemur út á ensku að þessu sinni í tilefni af COP17.

Aukinn hagvöxtur á Norðurlöndum með afnámi stjórnsýsluhindrana

05/12 2011

Með færri stjórnsýsluhindrunum milli norrænu ríkjanna aukast ferðalög til vinnu, viðskipti og fjárfestingar sem aftur mun leiða til aukins hagvaxtar. Allt mun þetta efla samkeppnihæfni Norðurlanda á alþjóða vettvangi og laða að fjárfestingar. Þetta er ein af niðurstöðum skýrslunnar "Höfum við efni á stjórnsýsluhindrunum" sem Copenhagen Economics kynnti á ráðstefnu í Stokkhólmi þann 30. nóvember.

Vinningsuppskriftir frá Grænlandi og Noregi

02/12 2011

Uppskriftir að „Innpökkuðum fiski" og „rófusnakki" sigruðu í samkeppni sem haldin var á vegum Norrænu loftslagsdagsins fyrir börn og ungmenni. Vinningsuppskriftirnar völdu þekktir matreiðslumenn og blaðamenn sem skrifa um mat á Norðurlöndum og Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum.

Tekið fyrir skattaundanskot til Máritíus

01/12 2011

Norðurlöndin, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland ásamt Grænlandi og Færeyjum undirrituðu á fimmtudag samning um skipti á upplýsingum og endurnýjaðan skattasamning (Svíþjóð) við Máritíus. Samningurinn er árangur umfangsmikils starfs sem unnið er innan Norrænu ráðherranefndarinnar og felst í því að stöðva skattaundanskot.

Nýjungar í rannsóknasamstarfi grunnur að grænum hagvexti

30/11 2011

Nýjungar í norrænu rannsóknasamstarfi sem til hafa orðið í öndvegisáætlunum Norrænu ráðherranefndarinnar stuðla nú þegar að grænum hagvexti. Þetta er mat manna á áætluninni, sem nú er hálfnuð.

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012

01/12 2011

Dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur tilnefnt eftirfarandi verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012