Document Actions

Norðurlönd í vikunni - 30/05 2016

Fréttir

Norðurlönd sýnileg á COP15

07/12 2009

Norrænt samstarf mun bæði sjást og heyrast á loftslagsráðstefnunni COP15 sem hófst í Kaupmannahöfn á mánudag. JEnda þótt norrænu ríkin sitji hvert fyrir sig við samningaborðið, leggur Norræna ráðherranefndin sitt af mörkum til að knýja fram hagstæða samninga í Kaupmannahöfn.

Kanada og Norræna ráðherranefndin innleiða nýtt samstarf

08/12 2009

Efla skal samstarf milli Norðurlanda og Kanada. Þetta staðfestu Lawrence Cannon utanríkisráðherra Kanada og Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í Ottawa á þriðjudag.

Forseti Evrópuþingsins gefur verðlaunafé til EHU-útlagaháskólans

09/12 2009

Jerzy Buzak, forseti Evrópuþingins, hefur gefið verðlaunafé sem hann hlaut fyrir ævistarf sitt til hvít-rússneska háskólans EHU. Dr. Jürgen Rüttgers forsætisráðherra þýska ríkisins North-Rine Westphalia, veitti Buzek verðlaunin fyrir gott ævistarf. Buzek kaus að gefa verðlaunin áfram og tók Anatoli Mikhailov rektor háskólans við verðlaununum við sömu athöfn.

50.000 fræsýni send í frægeymsluna á Svalbarða

11/12 2009

Alþjóðlega frægeymslan á Svalbarða fær stóra sendingu, á sama tíma og leiðtogar heims funda um lausnir á loftslagsbreytingum í Kaupmannahöfn.

Færeyingar fá fyrstu verðlaun í norrænni kvikmyndasamkeppni um loftslagsmál

08/12 2009

Norræna kvikmyndasamkeppnin REClimate var haldin í tengslum við þátttöku Norrænu ráðherranefndarinar á COP15 í Kaupmannahöfn. Fyrstu verðlaun að upphæð 2000 evrur hlutu ákup Klein, Jóannes Martin Johannesen og Hermann Mørkøre frá Færeyjum fyrir kvikmyndina Burden.

Auglýst eftir umsóknum: Rannsóknir á afleiðingum og aðlögun að loftslagsbreytingum

08/12 2009

Öndvegisrannsóknaáætlunin auglýsir eftir umsóknum frá norrænum öndvegissetrum um "Rannsóknir á afleiðingum og aðlögun að loftslagsbreytingum".

Tengiliður

Heidi Orava
Sími: +45 21 71 71 48
Netfang: