Document Actions

Norðurlönd í vikunni - 27/05 2016

Fréttir

Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin ráða nýjan upplýsingastjóra

01/02 2011

Tilkynnt hefur verið að nýr yfirmaður hafi verið ráðinn til að veita upplýsingadeild Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs forstöðu. Það er hin 57 ára Bodil Tingsby, sem frá 7. mars mun bera ábyrgð á upplýsingamiðlun um ríkisstjórnarsamstarf norrænu ríkjanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna þriggja.

Norrænir jafnaðarmenn vilja tryggja, efla og byggja upp norræna velferðarkerfið

01/02 2011

Hvaða forsendur eru fyrir sjálfbærni norræna velferðarkerfisins til framtíðar í ljósi örrar hnattvæðingar? Norræn samtök jafnaðarmanna og launþegasamtaka (SAMAK) leita svara við þeirri spurningu.

Fylgstu með fréttum af finnsku formennskuáætluninni

07/02 2011

Finnar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Þeir hafa þegar staðið fyrir stórri ráðstefnu um sjálfbæra þróun og margt annað er í bígerð. Gefið verður út fréttabréf til þess að upplýsa um formennskuviðburði.

Aukinn alþjóðlegur stuðningur við hvítrússneskan útlagaháskóla

02/02 2011

ESB og alþjóðasamfélagið ætla að veita hvítrússneska útlagaháskólanum European Humanities University (EHU) aukinn stuðning. Þetta kom í ljós á alþjóðlegri styrktarráðstefnu "Samstaða með Hvíta-Rússlandi" í Varsjá í Póllandi 2. febrúar.

Tammerfors í Finnlandi útnefnt norrænt loftslagssveitarfélag

02/02 2011

Sveitarfélagið Tampere í Finnlandi er sigurvegari í norrænni samkeppni um bestu staðbundnu loftslagslausnina. Sveitarfélagið hlýtur viðurkenningu fyrir langtímaskipulag og þverfaglegt samstarf. Verðlaunin voru afhent á sjálfbærniráðstefnunni "Lausnir" (”Løsninger”) í Åbo þann 1. febrúar.

Tengiliður

Heidi Orava
Sími: +45 21 71 71 48
Netfang: