Document Actions
Þetta innihald er ekki til á því tungumáli sem þú hefur valið, því sýnum við innihaldið á ensku.

Norden - the Top of Europe

Fréttir

Norðurlandaráð á að standa vörð um norræna velferðarlíkanið

04/11 2010

Henrik Dam Kristensen, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Dana, var kjörinn forseti Norðurlandaráðs 4. nóvember á Íslandi. Nýi forsetinn vill efla hlut Norðurlanda í Evrópu og færa norræna samstarfið nær borgurunum.

Aukið samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

03/11 2010

Sérfræðingaskýsla um samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var lögð fram á Norðurlandaráðsþingi í dag. Norrænu utanríkisráðherrarnir eru fylgjandi auknu samstarfi ríkjanna. Margir þingmenn óttast hins vegar að það leiði til hernaðarsamstarfs.

Norðurlönd þrýsta á um að COP15 verði fylgt eftir

03/11 2010

Norðurlönd hafa ýtt úr vör fjölmörgum verkefnum sem eiga að styrkja alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Þau miða að því að aðstoða þróunarríkin við að draga úr koltvísýringslosun. Norðurlandaráð vill jafnframt kanna hvort semja megi um aðgerðir í loftslagsmálum á öðrum vettvangi en hjá Sameinuðu þjóðunum.

Norðurlönd verða að efla landbúnaðarsamstarf

03/11 2010

Umhverfisnefnd Norðurlandaráðs hefur lagt fram tillögu að auknu norrænu samstarfi á sviði landbúnaðarmála. Með sameiginlegum aðgerðum á að tryggja betri þekkingu og forsendur fyrir samræmdar aðgerðir.

Spara má milljarða með sameiginlegum norrænum orkustyrkjum

03/11 2010

Meðalfjölskyldan getur sparað sem nemur 1.500 dönskum krónum á ári, ef Norðurlönd samræma styrki til framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnanna að kanna hvort samræma megi framleiðslustyrki til vistvænnar orkuframleiðslu.

Með grænum hagvexti komum við okkur út úr kreppunni

02/11 2010

Jarðarbúum mun fjölga um helming á sama tímabili og stefnt er að því að helminga losun gróðurhúsalofttegunda. Við verður leysa þann vanda með því að skapa efnahagsvöxt samhliða því að við drögum úr koltvísýringslosun. Þetta stóra úrlausnarefni sem heimurinn stendur frammi fyrir er til umfjöllunar á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík.

Loftslagsmál verða í brennidepli í formennskuáætlun Finna í Norrænu ráðherranefndinni 2011

02/11 2010

Finnar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2011. Þeir hafa ákveðið að á formennskuári verði megináhersla lögð á alls slags aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Markmið er að styrkja stöðu Norðurlanda sem brautryðjenda og sameinaðs afls í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Norðurlandaráð verðlaunar félagslega ábyrga banka

02/11 2010

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Reykjavík 3. nóvember. Það var táknrænt fyrir ástandið á Íslandi að þrír norrænir bankar skyldu hljóta verðlaunin, þeir færa rök fyrir því að kjarni bankastarfsemi sé ekki fyrst og fremst hagnaður eigenda, heldur eins mikill stuðningur við samfélagið í heild og unnt er. Hluti verðlaunafjárins verður ánafnað sjálfbærri bankastarfsemi á Íslandi.

Norrænir umhverfisráðherrar snúa bökum saman í baráttunni gegn efnum sem raska hormónastarfsemi

02/11 2010

Það þarf að vernda fólk og umhverfi miklu betur gegn efnum og efnasamböndum sem hafa áhrif á hormónastarfsemi manna. Norrænu umhverfisráðherrarnir voru sammála um þetta á fundi sínum í Norrænu ráðherranefndinni í Reykjavík í dag. Sérfræðingar hafa lengi varað við afleiðingum og áhrifum af ýmsum efnablöndum svokölluðum kokteil áhrifum.

Norrænn raforkumarkaður leiðandi í Evrópu

02/11 2010

Forsætisráðherra norrænu ríkjanna hafa ákveðið frekari uppbyggingu á norrænum raforkumarkaði og stefna að því að hann verði án landamæra. Lykilatriði er að gegnsæi ríki á raforkumarkaði og að hann sé skilvirkur og skili virðisauka. Viðskiptavinirnir eiga að njóta besta mögulega umhverfis með sjálfbærum orkulausnum og miklu öryggi í rafveitu og rekstri Norrænu forsætisráðherrarnir telja jafnframt að Norðurlönd eigi áfram að vera leiðandi raforkumarkaður í Evrópu.

Sambandsríki Norðurlanda fær meiri stuðning en búist var við

29/10 2010

Ný könnun sýnir að 42 af hverjum 100 á Norðurlandabúum eru jákvæðir eða mjög jákvæðir í afstöðu til þess að sameina norrænu ríkin.

Norðurlönd í fararbroddi í rannsóknum

28/10 2010

Samkvæmt Rannsóknamælikvarðanum 2010 eru Norðurlöndin í fararbroddi, bæði hvað varðar birtingu fræðigreina og viðurkenningu á rannsóknaniðurstöðum. Norræna ráðherranefndin er jafnframt að vinna að því að kynna norrænar rannsóknir á vettvangi Evróupsambandsins.

Sveitarfélög geta komið í veg fyrir að líffræðilega fábreytni

28/10 2010

Norræna ráðherranefndin beindi á dögunum kastljósinu að mikilvægi þess að sveitastjórnir taki þátt í starfi til að sporna við líffræðilegri fábreytni. Það gerðist á ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika COP10 sem haldin var Nagoya í Japan. Efnt var til hliðarviðburðar undir yfirskriftinni "Til móts við græna framtíð - staðbundnar aðgerðir til að varðveita lífræðilegan fjölbreytileika".

Aukin áhersla á öflugt norrænt orkusamstarf

25/10 2010

Norðurlönd eiga að vinna að því að gera Evrópu græna. Norrænu ríkin eiga með góðu fordæmi að sýna hvernig hægt er með samtakamætti að stuðla að því að byggja upp öruggt orkukerfi, vinna gegn loftslagsbreytingum og stuðla að hagvexti.

Norðurlönd veðja á vaxtarfyrirtæki

25/10 2010

Mikið er af nýstofnuðum fyrirtækjum á Norðurlöndum, en þau standa sig verr ef t.d.er miðað við fyrirtæki í Bandaríkjunum. Fjöldi nýstofnaðra fyrirtækja kemur ekki fram í vaxandi hagvexti.

Norrænn sköpunariðnaður er hreyfiafl framtíðar

25/10 2010

Afþreyingargeirinn á Norðurlöndum fær nýtt lykilhlutverk í hagvexti ríkjanna.

Norræn velferðarhönnun kynnt í Kína

05/10 2010

Um þessar mundir eiga Kínverjar þess kost að kynna sér hvernig Norðurlandabúar framleiða vörur fyrir velferðarþjónustu í krafti góðrar hönnunar og skapandi vinnuferla.

Verkefnisstyrkir Norrænu ráðherranefndarinnar vegna sjálfbærrar þróunar 2011

01/10 2010

Norræna ráðherranefndin veitir verkefnisstyrki sem eiga að stuðla að framkvæmd stefnu um sjálfbæra þróun á Norðurlöndum. Á árinu 2011 verður megináhersla lögð á aðgerðir tengdar sjálfbærni í menntun og svæðisbundnu samstarfi.

15 ára samstarfi við Rússa fagnað

07/10 2010

Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar, sem opnuð var í Pétursborg fyrir 15 árum hefur skapað nýjar víddir í samstarfi Norðurlanda og Rússlands.

Tengiliður

Heidi Orava
Sími: +45 21 71 71 48
Netfang: