2030-kynslóðin – lyftistöng fyrir norrænt starf að sjálfbærni

05.09.17 | Fréttir
Samarbetsministrarnas möte i Köbenhamn september 2017
Photographer
norden.org / André Jamholt
Sjálfbær neysla og framleiðsla verður sérstakt aðgerðasvið í nýrri áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, „Generation 2030“. Markmiðið er að gefa framfylgd heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun byr í seglin, einkum á sviðum þar sem Norðurlöndin þurfa að taka sig á.

Norrænu samstarfsráðherrarnir samþykktu áætlunina „Generation 2030“ á fundi sínum í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Þeir undirstrika að sameiginlegt viðfangsefni alþjóðasamfélagsins felist í virku og heilhuga starfi að framfylgd sjálfbærra þróunarmarkmiða.

„Naumur tími er til stefnu og þjóðir heims hafa skamman tíma til að stíga afgerandi skref til að skapa góðar lífsaðstæður fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Og ef það á að takast verðum við að vinna saman,“ segir Frank Bakke-Jensen, formaður norrænu samstarfsráðherranna á árinu 2017.

Áætluninni er ætlað að greiða fyrir samstarfi og þekkingarmiðlun milli ólíkra aðila og markhópa í samfélögum Norðurlanda. Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í starfi að sjálfbærni og jafnframt mikilvægur markhópur áætlunarinnar.  

„Með áætluninni sýnum við að þjóðir Norðurlanda þora að horfast í augu við málefni þar sem þær verða að taka sig á. Þetta vekur athygli hjá aðilum atvinnulífsins og borgaralegu samfélagi og gefur það tilefni til bjartsýni hvað varðar framhald áætlunarinnar,“ segir Frank Bakke-Jensen.

Áætlunin á að skapa samlegð í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar við aðrar aðgerðir sem hafa sjálfbærnimarkmiðin að leiðarljósi, til að mynda verkefni forsætisráðherranna, Nordic Solutions to Global Challenges.