Aðlögun og gott vinnuumhverfi á að laða fleiri Norðurlandabúa út á vinnumarkaðinn

14.02.18 | Fréttir
Samarbetsprogram arbetsliv 2018-2021
Að ná enn fleiri Norðurlandbúum út á vinnumarkaðinn - það er meginmarkmið samvinnunnar milli atvinnumálaráðherranna næstu árin. Þetta felur í sér ríka pólitíska áherslu á vinnuumhverfi og aðlögun nýrra Norðurlandabúa. Þetta kemur fram í nýju samstarfsáætluninni um vinnumál 2018-2021.

Norrænu ríkisstjórnirnar eru sammála um þau málefni á sviði vinnumála sem á að vinna saman um næstu fjögur árin. Lesa má um áherslur þeirra í nýju samstarfsáætluninni um vinnumál sem tekur gildi um þessar mundir.

Löndin munu starfa saman á fjórum áherslusviðum:

  •  Að auka atvinnuþáttöku hópa sem standa höllum fæti og auka jafnvægið milli framboðs og eftirspurnar á hæfni.
  • Að tryggja gott vinnuumhverfi bæði fyrir konur og karla þannig að fleiri treysti sér til að vinna lengur.
  • Að standa vörð um norræna vinnumarkaðsmódelið sem byggir á þremur aðilum vinnumarkaðarins og tryggja gott jafnvægi milli sveigjanleika og starfsmannaverndar.
  • Að efla innkomu á vinnumarkaðinn, aðlögun og frjálst flæði á norræna vinnumnarkaðinum. 

Löndin læra hvert af öðru

Á þessum sviðum munu löndin kanna, greina og ræða reynslu hvers annars og bestu aðferðir. Og - þegar það á við - móta sameiginlega stefnu og markmið.

Nýja samstarfsáætlunin tekur gildi þegar Svíþjóð tekur við formennsku í ráðherranefndinni. Norrænu ráðherranefndinni í vinnumálum er stýrt af Ylvu Johansson, ráðherra vinnumarkaðsmála og móttöku innflytjenda í Svíþjóð.

Áhersla á konur af erlendum uppruna

Hún mun í vor kynna þekkingu sem safnað hefur verið um innkomu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðinn og hún verður einnig gestgjafi á ráðstefnum um vinnumarkað framtíðarinnar.

„Norræna vinnumarkaðsmódelið virkar vel og vekur nú mikinn áhuga alþjóðasamfélagsins. Á formennskutíma okkar verður það þróað það með því að leggja áherslu á vinnumarkað framtíðarinnar og innkomu kvenna sem eru nýfluttar til Norðurlandanna á vinnumarkaðinn,“ segir Ylva Johansson.

Norðurlöndin eru EINN vinnumarkaður

Í samstarfsáætluninni er það undirstrikað að sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn norræns samstarfs og að fjölmennt og hæft vinnuafl er mikilvægasta auðlind Norðurlandanna.

Hún varpar einnig ljósi á allnokkrar áskoranir, til dæmis hvernig stafræn tæknivæðing, aukin hnattvæðing og hækkandi meðalaldur fólks mun hafa áhrif á störf í framtíðinni.