Anne Berner nýr samstarfsráðherra Finnlands

15.06.15 | Fréttir
Anne Berner
Anne Berner tekur við stöðu samstarfsráðherra í Finnlandi af Lenita Toivakka.

Nýja ríkisstjórnin í Finnlandi breytti innbyrðis verkaskiptingu ráðherranna 12. júní sl. og þá var Anne Berner frá Miðflokknum falin umsjón með norrænu samstarfi.

Anne Berner er nýr þingmaður en hún hafði þegar verið skipuð ráðherra upplýsinga- og samgönguráðherra í ríkisstjórn Juha Sipiläs. Í tengslum við stjórnarmyndunarviðræðurnar kom norrænt samstarf í hlut Lenita Toivakka úr Einingarflokknum, en hún fer einnig með utanríkisverslun og þróunarmál. Nýja verkaskiptingin tekur gildi strax. Ríkisstjórn Sipiläs tók til starfa 29. maí.