Áróður helsti óvinurinn

02.12.14 | Fréttir
Hans Wallmark
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Mikilvægi þess að við skiptumst á reynslu verður ekki ofmetið, sagði Hans Wallmark, forseti Norðurlandaráðs, á árlegum leiðtogafundi forsætisnefnda Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins sem haldinn var í Ósló.

Norðurlandaráð hefur lagt vaxandi áherslu á utanríkis- og öryggismál á síðustu árum. Síðastliðin tvö ár hafa til dæmis verið haldnar norrænar hringborðsumræður og á árlegu þingi Norðurlandaráðs, sem haldið var í Stokkhólmi í október sl., var ástand mála í umheiminum ofarlega á dagskránni.

– Einn mikilvægasti afrakstur þessara funda eru skipti á reynslu, upplýsingum og þekkingu, sagði Hans Wallmark. Það eykur trúverðugleika okkar þingmannanna þegar við segjum frá því sem er að gerast í nágrannalöndunum þegar rætt erum þau í norrænu heimalöndunum okkar. Einnig verður meiri þungi á bak við afstöðu okkar til hugsanlegra aðgerða.

Áróður

– Laine Randjärv frá Eistlandi er forseti Eystrasaltsþingsins. Hún fjallaði mikið um upplýsingar og falsupplýsingar í tengslum við það sem er gerast í Úkraínu, Moldavíu og öðrum hlutum Austur-Evrópu.

– Sá áróður sem nú er dreift á sjónvarpsrásum og á félagsmiðlum, hvort tveggja í Rússlandi og í okkar eigin löndum og í Evrópu allri, er hættulegasti óvinurinn, sagði Laine Randjärv. Rússar verja milljörðum í áróðursvél sem smýgur sér inn í þá miðla sem fólk er vant og við eigum erfitt með að koma staðreyndum á framfæri.

Vetur

Forseti Norðurlandaráðs ræddi einnig um komandi vetur og minntist þess hvernig norræna samstarfið hefði stutt Eystrasaltsríkin með mat, klæðnaði og lyfjum þegar Rússar beittu þau þrýstingi.

– Ef Úkraínubúar lifa veturinn af lifir ríkisstjórnin líka af, sagði hún.

Eftir að Ingerid Opdahl, prófessor frá norsku varnarmálarannsóknarstofnuninni (IFS), hafði lagt sitt til málanna fór umræðan einnig að snúast um stöðuna í átökunum í austurhluta Evrópu, meðal annars um togstreituna milli mismunandi gilda.

Danski þingmaðurinn Bertell Haarder, sem er fulltrúi í Miðflokkahópnum í Norðurlandaráði, benti meðal annars á þá staðreynd að hægriöfgamenn í Vestur-Evrópu virðist nú styðja Pútín.