Blásið til baráttu gegn ónæmum bakteríum

25.04.18 | Fréttir
Gris antibiotika
Ekki er lengur hægt að treysta á sýklalyf í baráttunni gegn sjúkdómum. Bakteríurnar veita viðnám og þróast þannig að þær verða ónæmar fyrir sýklalyfjunum og ná á hverju ári að draga 700.000 manns til dauða. Norræna velferðarnefndin leggur til rótttækar lausnir sem geta stöðvað þessa þróun á málþingi í Evrópuþinginu.

Nú eru sýklalyf notuð og gert ráð fyrir þeim sem virku efni bæði í lyfjum fyrir fólk og í matvælaframleiðslu. En notkunin er orðin ofnotkun og hefur leitt til sýklalyfjaónæmis, antimicrobial resistance (AMR), og ónæmra baktería sem þau sýklalyfjabóluefni sem nú eru þekkt ná ekki að vinna bug á. Því miður hefur á síðari tímum ekki tekist að búa til sýklalyf sem gagnast betur og ekkert útlit er fyrir að það muni frekar takast í nánustu framtíð.

700.000 látnir á ári geta orðið tíu sinnum fleiri árið 2050.

Samkvæmt skýrslu í British Government frá árinu 2016 deyja 700.000 manns í heiminum vegna AMR á ári hverju. Það er há tala. Og ef fram heldur sem horfir getur þessi dánartala hækkað í allt að 10 milljónir manna á ári hverju. Það eru fleiri en deyja nú árlega af völdum krabbameins. Auk hins skelfilega missis mannslífa er metið að árið 2050 geti kostnaður vegna AMR verið komið upp í þá himinháu tölu 100 trilljónir Bandaríkjadala.

Norrænt og alþjóðlegt samstarf skiptir öllu

Norræna velferðarnefndin hefur látið vinna hvítbók með tillögum að aðgerðum til þess að vinna gegn þessari þróun og hefur átt frumkvæði að málþinginu Solutions to antimicrobialresistance í Evrópuþinginu 25. Júní 2018. Á málþinginu mun lykilfólk af sviði rannsókna, iðnaðar og stjórnmála ræða hvernig í sameiningu er hægt að stöðva þessa ógnvænlegu þróun.

Í pallborði á málþinginu verða:

Bente Stein Mathisen, formaður Norrænu velferðarnefndarinnar
Åsa Melhus, prófessor við Uppsalaháskóla
Dag Berild, prófessor við Óslóarháskóla
Karl Pedersen, prófessor við Danska tækniháskólann, DTU
Allan Skårup Kristensen og Mikkel Møller Rasmussen, Félag lyfjaiðnaðar
Frederick Federley, þingmaður á Evrópuþinginu, Svíþjóð

Nánari upplýsingar: Nordic co-operation on combating antimicrobial resistance: 12 initiatives.

Contact information