Dagur Norðurlanda 2018

21.03.18 | Fréttir
Nordiska flaggor
Photographer
Magnus Fröderberg/Norden.org
Degi Norðurlanda 23. mars verður fagnað með með allskyns viðburðurm og fundum. Nokkrum verður streymt beint á netinu. Eftir því sem líður á daginn eykst áherslan á norræna vörumerkið. Haldnir verða fundur þar sem rætt verður hvernig samstarfi Norðurlanda verði best háttað með tilliti til markmiða Dagskrár 2030 ásamt því hvernig Norðurlöndin megi áfram vera í forystu á stafræna sviðinu. Og svo er púlsinn tekinn á því hvernig gangi eiginlega á Norðurlöndum.

Noregur – Þar er þjófstartað 21. mars með ráðstefnu meðal annars um stafræna væðingu og græna nýsköpun

Í Noregi er byrjað strax 21. mars með heilsdagsráðstefnu í Þrándheimi sem skipulögð er í samstarfi við Norræna félagið og borgaryfirvöld í Þrándheimi. Á ráðstefnunni er fjallað um ýmis málefni – þar á meðað stafræna væðingu og græna nýsköpun.

 

Svíþjóð – Áhersla á fólksflutninga og aðlögun, aðaljárnbrautarstöðin í Stokkhólmi verður umgjörðin

Að morgni verður haldin námsstefna um fólksflutninga og aðlögun. Þá verður kynnt sérstök útgáfa af State of the Nordic Region 2018. Um miðjan daginn verður haldið upp á Dag Norðurlanda á aðaljárnbrautarstöðinni í Stokkhólmi og verða formenn Norrænu ráðherrranefndanna meðal þátttakenda.

 

Danmörk – Samræður um norrræna vörumerkið á þaki þar sem stundaður er búskapur í miðri Kaupmannahöfn.

Kl. 13.00 streymir Norræna ráðherranefndin beint frá umræðum fjögurra norrænna íbúa sem stefnt hefur verið saman til hringborðsumræðna um hið sérstaka sem Norðurlöndin hafa og geta. Umgjörðin er óvenjuleg á þaki gamals bílaverkstæðis í miðri Kaupmannahöfn þar sem er örlítill búskapur og enn minni veitingastaður. 

 

Ísland - Umræður þar sem staðan á Norðurlöndum er tekin

Á Íslandi verður haldinn umræðufundur sem byggir á niðurstöðum State of the Nordic Region 2018. Í kjölfarið standa Norræna húsið og Norræna félagið að viðburði þar sem fram koma meðal annars þeir íslensku rithöfundar sem tilnefndir eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

 

Finnland - Umræður um Dagskrá 2030

Í Finnlandi verða umræður um samstarf Norðurlanda í sambandi við Heimsmarkmið SÞ fram til 2030, meðal annars með tilliti til efnhagslegrar, félagslegrar og lífrænnar sjálfbærni. Sjá nánar:

Contact information