Doris Jakobsen nýr samstarfsráðherra á Grænlandi

16.12.14 | Fréttir
Doris Jakobsen hefur verið skipuð samstarfsráðherra Norðurlanda á Grænlandi. Hún gegnir jafnframt stöðu heilbrigðisráðherra.

Jakobsen hefur setið á grænlenska þinginu síðan árið 2002. Frá 2011 hefur hún jafnframt setið á danska þinginu sem fulltrúi Grænlands og flokks síns, Síumut, og sem varaformaður Grænlandsnefndarinnar.