Document Actions

Draga á úr matarsóun á Norðurlöndum um helming fram að 2030

Meira en 3,5 milljónum tonna af mat er hent á Norðurlöndum árlega, og þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum. Við svo búið verður ekki unað. Samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er stefnt að því að draga úr matarsóun um 50% fram að 2030. Þetta markmið styður norræna ráðherranefndin um fiskveiðar, fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt með sameiginlegri yfirlýsingu á árlegum ráðherrafundi í Ålesund þann 28. júní.

28.06.2017
Ljósmyndari
Elisabet Skylare/norden.org

Í yfirlýsingunni er vísað til nýrra tilmæla sem eru afurð fjögurra ára samstarfs innan norræns verkefnis um matarsóun. Sven-Erik Bucht, landsbyggðarráðherra Svía, segir:

„Norðurlönd geta vísað veginn til þess að okkur takist í sameiningu að ná sjálfbærnimarkmiðinu um að draga úr matarsóun um helming fram til 2030. Niðurstöður verkefnisins um matarsóun sýna raunverulegt norrænt notagildi, og þau pólitísku tilmæli sem verkefnið hefur getið af sér gefa okkur hugmyndir að sviðum til að leggja áherslu á í framtíðinni.“

Norðurlönd geta vísað veginn til þess að okkur takist í sameiningu að ná sjálfbærnimarkmiðinu um að draga úr matarsóun um helming fram til 2030. Niðurstöður verkefnisins um matarsóun sýna raunverulegt norrænt notagildi, og þau pólitísku tilmæli sem verkefnið hefur getið af sér gefa okkur hugmyndir að sviðum til að leggja áherslu á í framtíðinni.

Frumframleiðsla, geymsluþolsmerkingar og breytt fyrirkomulag dreifingar

Í norræna verkefninu um matarsóun hefur áhersla verið lögð á þrjú svið: frumframleiðslu, geymsluþolsmerkingar og breytt fyrirkomulag á dreifingu matvæla, bæði gegnum matvælabanka og í beinni dreifingu. Eftirfarandi almenn tilmæli voru kynnt á ráðherrafundinum:

  • Að koma á fót norrænu samstarfsneti um matarsóun og skilvirka nýtingu auðlinda innan matvælakerfisins, til að greiða fyrir miðlun bestu starfshátta og stuðla að nýjum sameiginlegum átaksverkefnum.
  • Að eiga í samstarfi um að samþætta vinnuna með matarsóun við stefnu landanna varðandi heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun til ársins 2030.
  • Að samræma reglur um dreifingu matvæla í norrænu löndunum til að sporna gegn matarsóun og ryðja hindrunum úr vegi sameiginlegs norræns matarmarkaðar.

Samstarfinu haldið áfram með nýju fyrirkomulagi

Ráðherrarnir ákváðu að halda norrænu samstarfi um að draga úr matarsóun á Norðurlöndum áfram, með það að markmiði að draga úr henni um helming fram að 2030. Fyrirkomulag hins áframhaldandi samstarfs verður skilgreint út frá tilmælum matarsóunarhópsins og hinum hnattrænu sjálfbærnimarkmiðum.

Stefnumótunartillaga: Preventing Food Waste


Tengiliðir

Mads Frederik Fischer-Møller
Sími +45 29 69 29 43
Netfang madmol@norden.org

Elisabet Skylare
Sími +45 2171 7127
Netfang elisky@norden.org