Engin krafa um vegabréf í ferðum til Noregs

26.07.14 | Fréttir
Samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni þurfa Norðurlandabúar sem ferðast til Noregs ekki hafa með sér vegabréf. Þó þarf að sýna ökuskírteini eða samsvarandi persónuskilríki.

Vegna aukins hættuástands í Noregi gerir norska lögreglan kröfu um að allir ferðamenn sýni vegabréf við komu og brottför frá landinu. Þökk sé norræna vegabréfasamningnum eru ríkisborgarar Norðurlanda þó undanþegnir kröfunni. Þeim dugar að hafa með sér ökuskírteini eða samsvarandi persónuskilríki.