Document Actions

Fagleg uppreisn gegn stjórnsýsluhindrunum

- Ávinningur afnáms stjórnsýsluhindrana er mikill, og líklega mestur ef okkur tekst að afnema hindranir á vinnumarkaði. Viljum við raunverulega sameiginlegan vinnumarkað á Norðurlöndum verða sömu reglur að gilda um þá sem ferðast til vinnu frá Strömstad til Gautaborgar og þá sem ferðast til vinnu frá Strömstad til Óslóar. Eða frá Malmö til Kaupmannahafnar, eða milli Helsinki og Stokkhólms.

10.04.2012

„Stjórnsýsluhindranir valda óöryggi, stjórnsýsluhindranir hefta möguleika einstaklinga, stjórnsýsluhindranir eru dýrar“, skrifar Samband Norrænu verkalýðsfélaganna í bréfi til þingmanna.

Ljósmyndari
Sigurður Ólafsson/norden.org

 Þemaumræður um stjórnsýsluhindranir verða haldnar í öllum norrænu þjóðþingunum nema því grænlenska dagana 11. - 25. apríl. Fyrir umræðurnar senda Samband Norrænna verkalýðsfélaga, NFS og Samband Norrænu félagana, FNF í sameiningu bréf til norrænna þingmanna.
Þau telja að frekari aðgerða sé þörf við afnám stjórnsýsluhindrana sem jafnt einstaklingar og atvinnulíf rekast á og að þjóðkjörnir þingmenn ættu að leggja meira af mörkum. Leggja ætti áherslu á að raungera sameiginlegan norrænan vinnumarkað og þá sérstaklega á atvinnuleysistryggingar, endurhæfingu og vinnumarkaðsframkvæmd.
„Allir eru sammála um að afnám hindrana komi öllum norrænu ríkjunum til góða og stuðli að því að Norðurlönd verði virkt og framsýnt svæði. Tugþúsundir einstaklinga ferðast yfir landamæri til vinnu daglega á Norðurlöndum. Margir flytjast frá einu landi til annars vegna starfa, náms eða ástar. Þegar ljóst er að fólk er tilbúið að flytja innan Norðurlanda og nýta sameiginlega vinnumarkaðinn, ætti ósætti um stjórnsýslu þá að geta komið í veg fyrir það“?
Bréfið er fyrst sent til sænskra þingmanna þar sem þeir munu ræða málið í sænska þinginu 11. apríl 2012. Rúmri viku seinna, 20. Apríl, verða samskonar umræður í Danmörku, á Íslandi, Álandseyjum og Færeyjum, í Noregi 24. apríl og í Finnlandi 25. apríl.
NFS og FNF ljúka bréfinu með ósk um sameiginleg norræn markmið um afnám allra stjórnsýsluhindarna á vinnumarkaði.
„Við leggjum til að sett verði sameiginleg norræn markmið um að árið 2014 muni hafa tekist að afnema allar stjórnsýsluhindranir á norræna vinnumarkaðnum. Það yrði tilvalin leið til að fagna afmæli samkomulagsins um sameiginlegan vinnumarkað frá árinu 1954. Þá væri tilefni til að fagna 60 ára afmæli samkomulagsins“..

Nánari upplýsingar:


Tengiliðir

Lóa Brynjúlfsdóttir, framkvæmdastjóri NFS. sími: +46 (0)8 588 925 82 farsími: +46 (0)70 589 29 39