Forsætisráðherrar Norðurlanda: Samstaða mikilvægari en nokkru sinni fyrr

03.10.15 | Fréttir
Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu flóttamannavandann og sameiginlega stefnu fyrir loftslagsráðstefnuna COP21 á fundi sínum í Marienborg, skammt frá Kaupmannahöfn. Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, fundaði einnig með ráðherrunum og greindi þeim frá niðurstöðum norræns samstarfs á sviðum græns hagvaxtar og sjálfbærrar norrænnar velferðar.

Meginþemað á fundi ráðherranna var ástandið í málefnum flóttamanna. Á blaðamannafundinum á eftir lögðu allir forsætisráðherrarnir áherslu á hina ríku hefð Norðurlandabúa fyrir því að standa saman og veita öðrum aðstoð í neyð.

„Öll fylgjum við þeim reglum sem gilda á vettvangi Evrópusamstarfsins og ekkert okkar hefur neitt út á framgöngu hinna að setja. Við erum á einu máli um að flóttamannavandann skuli leysa með sameiginlegu átaki Evrópulanda,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Þá voru forsætisráðherrarnir einhuga um að senda skýr skilaboð til að ná fram metnaðarfullum loftslagssamningi á COP21 í París. Hinir forsætisráðherrarnir þökkuðu Danmörku fyrir að hafa tekið forustuna í starfinu um að efla frjálsa för einstaklinga og fyrirtækja yfir landamæri Norðurlanda.

Öll fylgjum við þeim reglum sem gilda á vettvangi Evrópusamstarfsins og ekkert okkar hefur neitt út á framgöngu hinna að setja. Við erum á einu máli um að flóttamannavandann skuli leysa með sameiginlegu átaki Evrópulanda.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, fundaði einnig með ráðherrunum og greindi þeim frá niðurstöðum norræns samstarfs á sviðum græns hagvaxtar og sjálfbærrar norrænnar velferðar.

Nánari upplýsingar:

„Þetta eru einhverjar umfangsmestu og metnaðarfyllstu aðgerðir sem við höfum færst í fang í mörg ár. Það gladdi mig að geta greint forsætisráðherrunum frá fjölmörgum jákvæðum niðurstöðum, s.s. möguleikum á að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samnýta norræna heilbrigðisgagnagrunna, en hið síðarnefnda getur stuðlað að því að fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma,“ sagði Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, eftir fundinn.

Lars Løkke Rasmussen lýsti, fyrir hönd starfssystkina sinna, stuðningi við hinar umfangsmiklu aðgerðir sem nú standa yfir til að nútímavæða starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar

  • Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, fundaði einnig með forsætisráðherrunum og ræddi við þá um leiðtogafund forsætisráðherranna og Norðurlandaráðs, sem fram fer í Reykjavík 27.–28. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Contact information