Forvarnir gegn vinnuslysum meðal norrænna fiskveiðimanna hafa virkað

06.03.17 | Fréttir
Fiskeri ved Grindavik på Island
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Fjöldi vinnuslysa í fiskveiðum, sérlega banaslysum og öðrum alvarlegum slysum hefur fækkað marktækt. Engar aðrar atvinnugreinar hafa sýnt jafn jákvæða þróun almennt á Norðurlöndunum. Hér er einnig sagt frá því hvað það er sem sjómenn sjálfrir telja að hafi hjálpað til þess að þetta yrði.

Það eru skipulegar aðgerðir eins og lagasetning, tæknilegar lausnir, mun betri viðmið í öryggismálum, viðhorfum og menningu, í sjómennskunni, sem er hluti af skýringunni á því að vinnuslysum sjómann hefur fækkað eftir því sem norræna samstarfverkefnið um vinnuslys meðal fiskveiðamanna (ViFaFiN) sýnir. Menntun í öryggismálun og breytt hegðun meðal sjómanna samhliða almennri notkun á persónuhlífum er önnur skýring þess. 

Aðgerðir í öryggismálum eru ögn mismunandi af innihaldi og formi milli Norðurlandanna.

Í nokkrum af löndum hefur vinnuslysum fækkað marktækt, t.d. í Danmörku þar sem tilkynnt vinnuslys voru um það bil þrisvar sinnum algengari en meðaltal annarra starfsgreina árið 2000 en árið 2015 var fjöldi tilkynntra vinnuslysa í fiskveiðum orðið svipað og meðaltal vinnuslysa í Danmörku.

Í verkefninu hefur með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar verið rannsakað hvað er gert og hvað hefur virkað í forvörnum gegn vinnuslysum meðal fiskimanna á Norðurlöndum.  Með þessu er vonast til að ný þekking hafi skapast þar sem þetta hefur ekki verið áður rannsakað með þessu hætti á Norðurlöndunum.

Þróun í fjölda vinnuslysa við fiskveiðar s.l. 15 til 20 ar er lýst í löndunum og því lýst hvað hefur verið gert til þess að fyrirbyggja slysin. Þessum upplýsingum er blandað saman við litla athugunum grundvallaðri á viðtölum við sjómenn frá löndunum.

Svör sjómannanna gefa innsýn í viðhorf þeirra til þróunar vinnuslysa um borð í fiskiskipunum. Byggt á svörum þeirra hafa margir þættir haft jákvæð þýðingu en breyting í öryggismenningu er ofarlega á blaði alls staðar. 

 Samantekið sýnir rannsóknin að  fækkun vinnuslysa í fiskveiðum á meðal Norðurlandaþjóða, stafar ekki af einni ástæðu. Heldur má rekja þessu jákvæðu þróun til samspils aðgerða í slysavörunum og annarra skipulagðra aðgerða sem hafa haft eftirtektarverð áhrif á öryggishegðun og vinnuslys meðal sjómanna við fiskveiðar.