Frá finnskum skógum í brasilískan appelsínubörk - hagkerfi lífsins

10.11.17 | Fréttir
Nordic Bioeconomy Day at COP23
Photographer
Mia Smeds / Nordforsk
Hvernig tengist lífhagkerfi markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun? Þetta var stóra spurningin á norræna lífhagkerfisdeginum sem haldinn var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn og þar sem Norræna ráðherranefndin kynnti fimm grundvallaviðmið um sjálfbært lífhagkerfi sem unnin voru af Norræna lífhagkerfisráðinu og Lífhagkerfisráði Eystrasaltssvæðisins.

Alhliða tungumál

Á norræna lífhagkerfisdeginum komu saman alþjóðlegir sérfræðingar, frumkvöðlar og stefnumótunaraðilar. Dagskráin var óformleg og byggð á þátttöku og þar var lögð áhersla á lausnir og að deila reynslu heimshorna á milli. Allt frá appelsínuberki í Brasilíu til norskra timburhúsa og íslensks fiskroðs – og verkefnið er alls staðar það sama: að breyta úrgangi í verðmæti og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Lífhagkerfið er alhliða tungumál. Auðlindirnar eru mismunandi á milli heimshluta en viðfangsefnin eru þau sömu: hvernig er hægt að stöðva þá sóun sem á sér stað lífrænum á efnum.

Torfi Jóhannesson aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinnikomst að þeirri niðurstöðu að „lífhagkerfið sé alhliða tungumál. Auðlindirnar sem unnið er með geta verið mismunandi milli svæða í heiminum en viðfangsefnin eru þau sömu: hvernig er hægt að stöðva þá sóun sem á sér stað á lífrænum efnum.“ Svipuð skilaboð endurómuðu úr öðrum heimshlutum: „Það er ekkert til sem heitir úrgangur - aðeins auðlindir“.

Fimm grundvallarviðmið um sjálfbært lífhagkerfi

Áskoranirnar eru alþjóðlegar og helsta niðurstaða dagsins voru að norræna lífhagkerfið á möguleika á að gegna lykilhlutverki í alþjóðlegu samhengi. Samstarf þvert á svið og landamæri hefur reynst árangursríkasta leiðin til að þróa norræna lífhagkerfið. Jafnvel þótt lífhagfræði sem vísindagrein sé í örri þróun í mörgum löndum þá nær stefnumótunin ekki að fylgja þróuninni.

Í þessu sambandi er norræn lífhagskerfisáætlun mikilvægt framlag. Hluti af áætluninni felst í að skilgreind hafa verið fimm grundvallarviðmið um sjálfbært lífhagkerfi:

1. Sjálfbær auðlindastjórnun - ábyrg nýting sameiginlegra auðlinda

  • Þróa nýja tækni til að auka framleiðslu úr lífmassa með því að nýta auðlindir vel
  • Framleiða verðmæti úr afgöngum og úrgangi til að hámarka gæði og verðmæti lífmassa
  • Stuðla að lífrænum hringrásarlausnum þar sem efni eru endurnýtt og endurunnin gegnum alla virðiskeðjuna.

2. Matvælaöryggi og heilsa - nægur og næringarríkur matur fyrir alla

  • Styðja við framleiðslu og nýsköpun í tengslum við prótínvinnslu bæði í fóður og mat 
  • Bæta almenna heilsu og næringu með því að þróa ný, sjálfbær og heilnæm matvæli og lyf 
  • Tryggja öllum fæðuöryggi og almennt öryggi.

3. Sveigjanlegt og fjölbreytt vistkerfi – lífvænleg jörð

  • Stuðningsaðgerðir til að draga úr loftmengun og draga úr losun koltvísýrings gegnum alla virðiskeðjuna og þróa enn frekar vörur og vinnslu sem ekki byggja á notkun jarðefnaeldsneytis 
  • Auka líffræðilega fjölbreytni bæði á landi og í vatni
  • Endurheimta og viðhalda frjósemi jarðvegs, vernda vatnsgæði með því að draga úr og nota viðeigandi hreinsunaraðferðir við endurvinnslu

4. Samþætt efnahagsleg og félagsleg velmegun - sjálfbært samfélag

  • Skapa góð ný störf og viðhalda þeim sem fyrir eru, ekki síst í dreifbýli og á strandsvæðum
  • Þróa og deila fjárhagslega hagkvæmum og sjálfbærum viðskiptakerfum 
  • Veita dreifbýli og þéttbýli, félagsleg og efnahagsleg tækifæri og hvetja til nýbreytni í samstarfi - á staðbundnum, svæðisbundnum, innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

5. Sjálfbær neysla - breytt neysluhegðun

  • Styðja við innviði sem auðvelda endurnýtingu, endurvinnslu og virðisaukandi lífrænnar vörur 
  • Hvetja til grænna innkaupa bæði í opinbera geiranum og einkageiranum 
  • Stuðla að menntun og meðvitund um sjálfbærni allt frá leikskóla til háskóla.

Lífhagfræðin snýst ekki bara um að brenna timbur – hún snýst um framtíð án jarðefnaeldsneytis. Hún snýst um að hvert land vinni úr sínum auðlindum í stað þess að flytja út hráefni. Hún snýst um að tryggja að heimurinn verði enn byggilegur eftir 1000 ár.