Document Actions

Frjáls félagasamtök taki þátt í vinnu að góðu og heilbrigðu norðurskautssvæði

Flokkahópur miðjumanna telur nauðsynlegt að hvetja frjáls félagasamtök og þriðja geirann til að vinna að því að gera norðurskautssvæðið gott og heilbrigt svæði til framtíðar.

23.03.2012

Siv Friðleifsdóttir vill að einstakt landslag norðurslóða verði varðveitt og að þriðji geirinn komi að þeirri verndun.

Ljósmyndari
Karl R. Lilliendahl

„Norðurlöndin eru stödd á krossgötum. Loftslagsbreytingarnar, opnun siglingaleiða um norðurhöf vegna bráðnunar íss, aukinn ferðamannastraumur og þörfin á nýjum landsvæðum til búsetu eykur þrýsting á norðurslóðir að mati Sivjar Friðleifsdóttur, formanns flokkahóps miðjumanna þegar hún talaði fyrir hönd hópsins í umræðum um norðurskautssvæðið á vorþinginu í Alþingishúsinu í Reykjavík.

Flokkahópur miðjumanna styður heilshugar tillöguna um sameiginlega norræna stefnumörkun um norðurskautssvæðið. Auk þess á að efla þriðja geirann. Verkefnin eru gífurleg.

Á Íslandi t.d. eru ósnortin svæði um 40% af landinu. Slík svæði eru ekki til í mið-Evrópu til að mynda. Við verðum að vernda þessi einstöku norðursvæði, sagði Sif Friðleifsdóttir að lokum.

Tengiliðir

Upplýsingar: Siv Friðleifsdóttir, +35 489 27 646 siv(a)althingi.is

Terhi Tikkala, +358 50 434 5019 terhi.tikkala(a)eduskunta.fi