Frumkvöðlar á sviði aftengingar: Norrænir viðburðir á COP21

30.11.15 | Fréttir
Nordic Pavilion COP21
Photographer
Johannes Magnus
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, opnaði sýningarskála Norðurlanda á COP21 með glæsibrag með því að tilkynna um fimm hundruð milljón dala samstarfsverkefni við Alþjóðabankann um eflingu loftslagsstarfs í þróunarlöndum. Næstu tvær vikurnar verða haldnir samtals meira en sextíu viðburðir og jafnframt mun ýmis önnur starfsemi fara fram í sýningarskálanum undir yfirskriftinni „New Nordic Climate Solutions“ (Nýjar norrænar loftslagslausnir).

 Sýningarskáli Norðurlanda á COP21 opnaði 30. nóvember og næstu tvær víkurnar verður þar fjölbreytt dagskrá í umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar. Áhersla verður lögð á hlutverk Norðurlanda sem frumkvöðla á sviði aftengingar og á græna nýsköpun, fjármögnun og margt fleira.

Á tíunda áratug síðustu aldar voru Norðurlönd fyrst til að sýna fram á að hægt væri að skapa hagvöxt samhliða því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Slík skilaboð hafa hljómgrunn á alþjóðlegum viðburðum á borð við COP21 þar sem hvort tveggja þróunarlönd og iðnríki eru að reyna að finna nýjar leiðir til sjálfbærrar framtíðar.

Orkusamstarfs

Orkusamstarf Norðurlanda er annað áherslusvið í sýningarskálanum og verður þar fagnað hundrað ára afmæli orkusamstarfs á svæðinu.

Staðreyndin er sú að Norðurlönd eru með 25 ára forskot hvað varðar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í raforkuframleiðslu. Þennan árangur má að miklu leyti þakka norræna raforkumarkaðinum og nánast fullkominni blöndu sjálfbærrar orku á svæðinu.

Orkuauðlindir á borð við vind, vatnsafl og lífmassa sem er að finna í löndunum vinna mjög vel saman og stefna Norðurlanda í orkumálum hefur um áratuga skeið skapað góðan grundvöll fyrir gerð langtímaáætlana.

Röð atburða

Til viðbótar við samstarfið við Alþjóðabankann, sem Svíar, Þjóðverjar og Svisslendingar eiga einnig aðild að og sem tilkynnt var um við opnun sýningarskálans, verður margvísleg önnur starfsemi.

Karl Gústaf XVI Svíakonungur kemur í heimsókn í sýningarskálann, haldnir verða ýmsir hliðarviðburðir, sagt verður frá norrænu samstarfi um nýjar leiðir við loftslagsfjármögnun og nýtt samstarf við Power Africa verður kynnt, og þá eru aðeins fáein dæmi nefnd.

Þar er einnig hægt að sækja fjölbreytt úrval rita sem tengjast loftslagsmálum frá Norrænu ráðherranefndinni og samstarfsaðilum hennar.