Grænn vöxtur á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi – nýtt tölublað af „Green Growth the Nordic Way“

23.02.15 | Fréttir
Färöarna
Photographer
Nikolaj Bock/norden.org
Í þessu tölublaði veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ er könnuð ýmis norræn starfsemi á norðurskautssvæðinu og Norður-Atlantshafinu sem tengist hvort tveggja græna og bláa hagkerfinu.

Verkefnið Growth in Blue Bioeconomy (Vöxtur í bláa lífhagkerfinu) á Norðaustur-Atlantshafi og norðurskautssvæðinu gengur út á að kanna tækifæri í atvinnugeira sem hefur grundvallarþýðingu fyrir hagkerfin í norðri, það er að segja fiskveiðar og fiskeldi.

Í tveimur öðrum verkefnum sem NORA – Norræna Atlantssamstarfið, hefur umsjón með, eru kannaðar aðferðir til sjálfbærrar upphitunar á afskekktum stöðum og möguleikar á að búa til orkusparandi flutningakerfi á norðurslóðum. NORA er milliríkjastofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina.

Að lokum er fjallað um Plan Nord, alþjóðlegt málþing um þróun á norðurslóðum, sem haldið er af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við ríkisstjórn Québec. Einnig eru sagðar ýmsar aðrar fréttir af norðurslóðum.

Fréttabréfið „Green Growth the Nordic Way“ er að finna á slóðinni www.nordicway.org

Hægt er að fylgjast með starfi okkar á Facebook