Haldið upp á alþjóðlegan dag fatlaðra á Norðurlöndum

03.12.15 | Fréttir
Fimmtudagurinn 3. desember er alþjóðlegur dagur fatlaðra og haldið er upp á hann vítt og breitt um Norðurlönd. Markmiðið er að vekja athygli á hvoru tveggja hindrunum og úrlausnum í tengslum við samþættingu og þátttöku þeirra sem búa við fötlun, en það er verulegur hluti mannkyns.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi einstaklinga með fötlun gegnir lykilhlutverki þennan dag, en í honum segir að allir eigi að hafa sama rétt, óháð fötlun.

Nokkrum norrænir viðburðir sem haldnir verða 3. desember:

Frjáls för fyrir alla

Hversu mikið vitum við í raun og veru um hreyfanleika yfir landamæri fyrir einstaklinga með fötlun? Það er ekki til nein tölfræði um hreyfanleika þessa hóps, sem að vísu er fjölbreytilegur, en jafnframt mjög augsýnilegur.

Í október 2015 var haldin námsstefna í Kaupmannahöfn fyrir sérfræðinga á sviði fötlunar og frjálsrar farar. Markmiðið var að vekja athygli á þessu viðfangsefni og að koma með tillögur um til úrbóta ef þörf krefði. Námsstefnan var skipulögð af Norræna ráðinu um málefni fatlaðra, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, Stjórnsýsluhindranaráðinu, Halló Norðurlöndum og Norðurlöndum í brennidepli. Námsstefnan var haldin í tengslum við framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni fatlaðra.

Sjá myndina um frjálsa för og fötlun:

Fylgist með áframhaldandi starfi að að þessum málum á www.nordicwelfare.org.