Document Actions

Hin íslenska Anna Þorvaldsdóttir hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012

Íslenska tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verkið Dreymi.

05.06.2012

Anna Þorvaldsdóttir hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verkið Dreymi

Ljósmyndari
Hrafn Asgeirsson

Anna Þorvaldsdóttir (1977) er alþjóðlega þekkt fyrir tónsmíðar sínar og hlýtur nú þessi viðurkenndu norrænu tónlistarverðlaun.

Hljómsveitarverkið Dreymi

Rökstuðningur dómnefndar:

„Dreymi opnar veröld sinfóníunnar á óvenjulegan og nýskapandi hátt. Upphaf og lok verksins hljómar utan tíma og myndar hringrás sem minnir á norrænar goðsagnir og náttúrutrú. Með tónlistinni er reynt að skapa reynslu sem fær tímann til að hverfa – eins og í draumi.

Í norrænu sögunum tengist maðurinn náttúrunni í gegnum drauma sína. Í draumum notum við annað tungumál og önnur skilningarvit. Draumarnir tengja nótt og dag, birtu og myrkur og það er í draumsýninni sem maðurinn kynnist dauðanum. Tónlistin er munaðarfull og róleg, en getur einnig komið á óvart og verið kraftfull og hrottaleg.

Með verkinu Dreymi stimplar Anna Þorvaldsdóttir sig inn í norræna tónlistarhefð sem sækir tóna sína bæði í raftónlist og náttúruhljóma norrænnar þjóðlagatónlistar. Hljómarnir eru gerðir jafn nákvæmlega úr garði og fínlegur útsaumur. En verkið er ef til vill einstakt vegna þess að í því nær höfundurinn að byggja upp og þróa mikið verk á meðan tíminn virðist standa í stað. Verkið vex við hverja hlustun og vekur forvitni okkar og löngun til að heyra meira.“

Þema verðlauna ársins

Þema tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2012 er eftirfarandi:

„Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi. Engar reglur eru um tegund tónverksins, en verkið verður að uppfylla listrænar kröfur og vera einstakt innan sinnar tegundar.“

Verðlaunin verða afhent í Helsinki

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs nema 350.000 dönskum krónum. Verðlaunin verða afhent Önnu Þorvaldsdóttur á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í byrjun nóvember.

Hægt er að hlusta og fá nánari upplýsingar á vefsíðu tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

og á vefsíðu Önnu Þorvaldsdóttur.

Tengt efni

Nánari upplýsingar um þau sem tilnefnd eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2012 (frétt)

Nánari upplýsingar um tónlistarverðlaunin

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs taka mið af sköpun og flutning hágæða tónlistar. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt núlifandi tónskáldi og annað hvert ár eru þau veitt litlum eða stórum hljómsveitum.

Tengiliðir