Hlutverk Norðurlanda í Evrópu mun taka breytingum

23.06.16 | Fréttir
Dagfinn Høybråten
„Vel samþætt og skilvirkt Norðurlandasamstarf er nú þýðingarmeira en nokkru sinni fyrr,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag greiddi meirihluti Breta atkvæði með því að yfirgefa Evrópusambandið. Sú niðurstaða mun hafa víðtæk áhrif, einnig á norrænt samstarf.

Undanfarin ár hafa norrænu löndin lagt áherslu á að efla samstarf sitt um málefni sem tengjast ESB.

„Enn er ekki tímabært að meta niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi,“ segir Høybråten, „en ég er sannfærður um að norrænt samstarf muni eflast í kjölfar þeirra.

Möguleikar norrænu landanna á að gæta sameiginlegra hagsmuna sinna á vettvangi ESB eru meiri ef þau vinna saman,“ bendir hann á. „Aðgerða er þörf til að samræma innleiðingu á löggjöf ESB í norrænu löndunum, meðal annars með það fyrir augum að fyrirbyggja að fleiri stjórnsýsluhindranir skjóti upp kollinum.“

Norræna ráðherrranefndin vill efla mikilvægi, sýnileika og hlutverk norrænna pólitískra gilda í Evrópu.

„Það starf verður afar mikilvægt hér eftir, ekki síður en hingað til,“ segir Høybråten framkvæmdastjóri að lokum.