Hugsjónafólk og athafnafólk fundar um matvælastefnu á loftslagsráðstefnunni

08.11.17 | Fréttir
Food Museum COP23
Photographer
Art Rebels
Hvernig geta Norðurlöndin brugðist við hnattrænum áskorunum eins og matarsóun, ósjálfbæru mataræði og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika? Þessi mikilvæga spurning er útgangspunktur Norræna matvæladagsins sem haldinn er 9. nóvember þegar loftslagsviðræðurnar fara fram í Bonn.

Á 23. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna beinir Norræna ráðherranefndin í fyrsta skipti kastljósinu að matvælum í alþjóðlegri umræðu um loftslagsmál.

Skilningur ríkir á viðfangsefnum vegna hlýnunar loftslagsins. Á ráðstefnunni í ár er fjallað um gagnlegar og nýstárlegar lausnir í anda Parísarsamningsins, og hvernig markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður náð fyrir árið 2030.

Norðurlöndin hafa ekki svör við öllu. En þau hafa mikla reynslu af því að semja ráðleggingar á grundvelli þekkingar sem hefur verið vel tekið af markaðinum og neytendum.

Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur

Framleiðsla og neysla matvæla hafa mikil áhrif á loftslagið. Staðreyndin er sú að nær þriðjung losunar gróðurhúsalofttegunda má rekja til matvælakerfis heimsins og gerir það mótun matvælastefnu að algeru forgangsmáli. Um leið hafa loftslagsbreytingar alvarleg áhrif á matvælakerfið sem knýr enn frekar á um að framleiðsla matvæla verði sjálfbær.

Þar eð matvælakerfi heimsins tengjast beint og óbeint hverju og einu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna eru matvæli grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar..

„Norðurlöndin hafa ekki svör við öllu.“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. En þau hafa mikla reynslu af því að semja ráðleggingar á grundvelli þekkingar sem hefur verið vel tekið af markaðinum og neytendum. Við viljum, og höfum til þess umboð allra norrænu forsætisráðherranna, taka þátt í þessum mikilvægu alþjóðlegu umræðum um hvernig megi búa heiminum betri framtíð. Það er óviðunandi að hafast ekkert að.“ 

Hugsjónafólk og athafnafólk setjast við hringborðið

Þörfin fyrir nýjar og snjallar lausnir hefur knúið norræna verkefnið um mótun matvælastefnu (NFPL) áfram en það er eitt af sex flaggskipsverkefnum sem norrænu forsætisráðherrarnir kynntu til sögunnar á árinu 2017. NFPL stendur að baki Norræna matvæladeginum.

Á Norræna matvæladeginum verða morgunumræður en einnig þrír þemafundir og síðdegisfundur. Gagnvirkt rými þar sem hugsjónafólk og athafnafólk víðs vegar að úr heiminum bera saman bækur sínar, hugmyndir, reynslu og sjónarmið sem varða matvælastefnu og áhrif hennar á matvælakerfið í stóru samhengi.

Ákveðið hefur verið að leggja upp með jákvæða og bjarta framtíðarsýn á matvælakerfi heimsins fremur en að einblína á þær fjölmörgu áskoranir sem blasa við.

Á Norræna matvæladeginum á loftslagsráðstefnunni verður einu þekktasta hugsjónafólki og athafnafólki í heimi boðið að borðinu og gefst þá kostur á að gefst kostur á að heyra sjónarmið þeirra . Meðal þeirra verða Dr. Gunhild Stordalen, forseti og stofnandi EAT Foundation, Maria Haga, framkvæmdastjóri Crop Trust, Ann Tutwiler, framkvæmdastjóri Bioversity International, Marc Sadler, settur framkvæmdastjóri loftslagssjóðs Alþjóðabankans, Selina Juul, frumkvöðull í matarsóunarmálum og stofnandi samtakanna Stop Spild af Mad, Martial Bernoux, auðlindastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni, FAO, Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Melina Shannon-diPietro, framkvæmdastjóri, MAD og Afton Halloran, ráðgjafi um sjálbært matvælakerfi.

Á Norræna matvæladeginum 9. nóvember mun Dan Saladino, blaðamaður og framleiðandi hjá BBC Food Program leiða þátttakendur í gegnum mismunandi leiðir sem nálgunar á matvælastefnu í heiminum, bæði stjórnvaldsaðgerðir og aðgerðir sem spretta í grasrótinni.

Okkur er ánægja að kynna eftirfarandi viðburði í samstarfi við EAT Foundation: Morgunsamtal: Food Can Fix It! // Food Policies on the Menu // Eat What's Worth Saving