Hverjar eru auðlindirnar okkar og hvernig varðveitum við þær?

11.11.15 | Fréttir
Norden i Skolen, sem er stórt samnorrænt fræðsluverkefni, hleypir af stokkunum Baráttunnni gegn matarsóun ásamt nýju námsefni sem á einkar vel við á vorum dögum.

Þann 11. nóvember hefst Baráttan gegn matarsóun á hinni samnorrænu námsgátt Norrænu félaganna, nordeniskolen.org. Þann dag, sem er einmitt yfirlýstur Norræni loftslagsdagurinn, fá allir skólar á Norðurlöndum aðgang að námsefni um norrænar auðlindir og hráefni. Námsefnið er aðgengilegt á fimm norrænum tungumálum, sem býður upp á einstaka umfjöllun þvert á hin norrænu landamæri. Hvað getum við lært hvert af öðru? Hvaða þýðingu hafa fiskveiðar fyrir Íslendinga? Hvernig geta eldri korntegundir Danmerkur og Noregs framvegis verið nýttar í brauð? Hvernig á að stjórna skóglendi Svíþjóðar og Finnlands svo það nýtist bæði til gagns og gamans í framtíðinni? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem fjallað er um í námsefninu, ásamt áherslunni á kjötframleiðslu sem er einn stærsti valdur að loftslagsbreytingum í dag. Allt eru þetta mikilvægar spurningar sem væri vert að árétta á loftslagsráðstefnunni í París (COP21) sem óðum fer að nálgast, ekki síst í ljósi aukinna áhyggna af loftslagi og hlýnun jarðar. Baráttan gegn matarsóun er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Allt efnið er ókeypis. Notkunin útheimtir einungis skráningu kennarans á námsgáttina: www.nordeniskolen.org.

Ásamt aðgangi að nýja námsefninu gefst möguleiki á þátttöku í Stóru norrænu loftslagsáskoruninni, sem í ár nefnist Baráttan gegn matarsóun. Þar keppa norrænir skólar að því að draga úr matarsóun sinni og verða 5000 DKK (95.000 kr.) í verðlaun, sem fara beint í bekkjarsjóðinn. Loftslagsáskoruninni fylgir leiðarvísir, ásamt plakati og pokum fyrir matarúrgang. Þennan matarsóunarpakka er hægt að panta endurgjaldslaust á námsgáttinni hvenær sem er á tímabilinu 11.11.2015 – 23.3.2016.

Selina Jull er samstarfsaðili verkefnisins. Hún hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs og er stofnandi neytendasamtakanna Stöðvum matarsóun (dk. Stop Spild af Mad). Vissir þú að fimmta hver matarkarfa endar í ruslinu að meðaltali? 

Farðu svo inn á heimasíðuna nordeniskolen.org og skráðu bekkinn þinn í Baráttuna gegn matarsóun.