Ímyndarverkefnið The Nordics styrkir 51 verkefni í 25 löndum

09.03.18 | Fréttir
The Nordics
Photographer
The Nordics
The Nordics er ímyndarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar. Meðal aðferða sem notaðar eru til að styrkja ímynd Norðurlandanna er að auglýsa styrki til umsóknar. Árið 2017 styrkti The Nordics 51 verkefni í 25 löndum í fimm heimsálfum, verkefni sem stuðla að því að styrkja ímynd Norðurlandanna og þeirra gilda sem þar eru höfð í hávegum.

28 ný verkefni um heim allan

Menntunartækni í Singapúr, félagslegur matur í Islamabad, margbreytileiki í regnbogagöngu í Tókíó, menning í Tórontó, sjálfbærni í Mósambik, nýskapandi stafrænn vettvangur og norrænt hlaðvarp eru aðeins nokkur þeirra 28 verkefna sem hlutu styrk í kjölfar annarrar styrkauglýsingarinnar en umsóknarfrestur rann út í desember 2017.

Auglýsingarnar hafa reynst mjög mikilvægar og það sem meira er að þær hafa gefið okkur samband við fjöldamargt skapandi hæfileikafólk með ferskar hugmyndir sem okkur hefði aldrei hugkvæmst sjálfum.

Allar 100 umsóknirnar, en það er metfjöldi umsókna, voru yfir þeim væntingum sem settar eru viðmiðunum: Norræn gildi, samstarf, mikið kynningargildi og sköpun. Til viðbótar við verkefnin 28 fengu 23 önnur verkefni styrk í kjölfar fyrri styrkauglýsingarinnar í maí 2017: 

„Við tökum ekki þátt í atburðum eins og Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu þar sem við þyrftum að berjast um athyglina við alla hina sem þar eru. Við kjósum fremur að auglýsa styrki og styðja samstarfsaðila sem hafa frá norrænum hugsunarhætti að segja og geta miðlað honum. Auglýsingarnar hafa reynst mjög mikilvægar og það sem meira er að þær hafa gefið okkur samband við fjöldamargt skapandi hæfileikafólk með ferskar hugmyndir sem okkur hefði aldrei hugkvæmst sjálfum,“ segir Tobias Grut, markaðsstjóri The Nordics.

Styrkauglýsingarnar eru ein margra leiða sem notaðar eru til þess að fylgja eftir áætluninni um alþjóðlega kynningu á Norðurlöndum og mörkun stöðu þeirra. Auglýst var eftir styrkjum í tveimur flokkum: „Supportive Co-operation“ (allt að 250.000 DKK) og „Creative Talents“ (allt að 50.000).

Sjá lista yfir 28 umsóknir sem hlutu styrk hér að neðan.

Efnt til nýrra samtala

Einn tilgangur ímyndarverkefnisins er að stokka upp hefðbundnar leiðir sem farnar eru í uppbyggingu á ímynd staða. Víðast hvar í heiminum greinir fólk ekki Norðurlöndin hvert frá öðru. Það sér hóp ríkja sem hafa sameiginleg gildi og hugmyndir svo sem gegnsæi, traust, nýskapandi hugsun, sjálfbærni og jafnrétti.

Norðurlöndin leitast við að skapa sameiginlega ímynd og deila mikilvægi hennar með heiminum til að sýna hvernig norræn hugsun hefur iðulega haft áhrif á aðra og hvernig gildi okkar ganga þvert á landarmæri, menningu og kynslóðir. Þetta er gert með því að efna til nýrra samræðna og samstarfs og skiptast á upplýsingum og hugmyndum.

Að finna norræna andann

Þeim samtökum og fyrirtækjum fer stöðugt fjölgandi sem hafa áhuga á möguleikunum sem felast í norrænni samvinnu og þau setja á fót ný verkefni og viðburði um heim allan.

The Nordics mun innan skamms kynna verkfærakassa sem gagnast mun norrænni ímyndarsköpun og stendur öllum opinn sem vilja sækja sér hugmyndir að því hvernig glæða má verkefni þeirra norrænum anda. Nýta má verkfærakassann bæði til þess að búa til eigið efni og hlaða niður kvikmyndum, ljósmyndum og sniðmótum. 

Næst verða styrkir auglýstir til umsóknar síðar í þessum mánuði.

Fylgist með öllum nýju verkefnunum og öðrum fréttum frá The Nordics á samfélagsmiðlum:

Eftirfarandi 28 verkefni hafa hlotið styrk frá The Nordics

Supportive Co-operation:

The Nordic Narrative in Athens, Aþenu, október - desember 2018
Sameiginleg kynning á #TheNordics fyrir grískan almenning með margbreytilegum verkefnum sem öll tengjast bókum og bókmenntum og eru undir hatti Aþenu, bókmenntaborgar UNESCO 2018.
Samstarfsaðilar: Sendiráð Danmerkur í Aþenu, Sendiráð Svíþjóðar í Aþenu, Norska stofnunin í Aþenu, forlagið Metaichmio

Nordic export drive for Nordic culture and urban solutions in Asia, Singapúr, júlí 2018
Sameiginlegt asískt útflutningsverkefni þar sem kynnt er norræn menning og borgarlausnir sem stuðla að sjálfbærari, snjallari og byggilegri borgum í Asíu.
Samstarfsaðilar: Danska arkitektamiðstöðin, Hönnun og arkitektúr, Noregi, Finnska arkitektúrsafnið, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í Svíþjóð, Centre for Liveable Cities í Singapúr

Nordic Tech Week, Berlín, 2018
Hátíðinni er ætlað að kynna norræna tæknisviðið fyrir þýskum fjárfestum, fyrirtækjum, opinberum aðilum og stjórnvöldum með það að markmiði að byggja sambönd til framtíðar.
Samstarfsaðilar: IKT Noregi, Swedish IT and Telecom Industries, Oslo Business Region, Noregi, og IT-Branchen í Danmörku

Nordic edtech, Singapúr, 2018

Í verkefninu er leiðandi samtökum safnað saman saman til þess að búa til framtíðasýn sem á að styðja við norræn fyrirtæki í menntunartækni, auka sýnileika þeirra og byggja upp viðskiptamöguleika þeirra á alþjóðlegum markaði.
Samstarfsaðilar: Oslo Edtech Cluster, Swedish EdTech Industry og Edtech Denmark

Días Nórdicos, Suður-Ameríku, nóvember 2018
Hátíðin Días Nórdicos á rætur í menningaráætlun og hugmyndum sem hafa sannað gildi sitt og lögð er áhersla á þann sýnileika sem norræn menning hefur þegar á Spáni og í Suður-Ameríku.
Samstarfsaðilar: ROSA – danska rokkstofnunin, Zona de Obras, Spáni, Norræna húsið, Álandseyjum, Tutl, Færeyjum, Tónskáldafélag Færeyja, Centro Cultural Recoleta, Argentínu, og fleiri

Nordic/Pakistani food fusion, Islamabad, október 2018
Pakistanskir og norrænir matreiðslumeistarar leiða saman hugmyndir sínar og kynna þær og þá heimspeki sem liggur að baki. Ítarlega verður fjallað um viðburðinn í fjölmiðlum.
Samstarfsaðilar: Sendiráð Finnlands í Islamabad, Sendiráð Danmerkur í Islamabad, Sendiráð Svíþjóðar í Islamabad

Nordic Dialogues 2018, Brasilía, 2018
Byggt á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030, þema hvers árs á Nordic Dialogs er tengt tilteknum markmiðum SÞ. Þema Nordic Dialogues þegar viðburðurinn verður haldið í fyrsta sinn 2018 er jafnrétti kynjanna.
Samstarfsaðilar: Norrænu sendiráðin í Brasilíu, Danska menningarmiðstöðin í Ríó de Janeró og Servicio Social do Comercio

Présences Nordiques 2018, Kanada, apríl - desember 2018
Verkefninu er ætlað að styrkja tengslin milli Kanada og norrænu ríkjanna á sviði menningar og miðla norrænni þekkingu og gildum varðandi menningu, menningarlega stefnumörkun og tungumál.
Samstarfsaðilar: Sendiráð Danmerkur í Kanda, Sendiráð Finnlands í Kanada, Sendiráð Íslands í Kanda og Place des Arts

Nordic Seattle, Seattle, maí 2018
Seattle verður norræn borg – rétt eins og Kaupmannahöfn, Helsinki, Ósló, Reykjavík, og Stokkhólmur – allan maí. Þessi tímabundna umbreyting verður til í samstarfi samstarfi hins nýja safns Nordic Mueseum og Nordic Seattle í tengslum við opnun safnsins - hátíðahöld sem standa í mánuð og norrænum listum, menningu og nýsköpun er fagnað.
Samstarfsaðilar: Nordic Heritage Museum, norrænu sendiráðin fimm í Washington og Sinfóníuhljómsveit Seattle

Nordic Cultural Week: The Nature of Equality, Líma, október 2018
Viðburður sem stendur í viku þar sem meðal annars verður boðið upp á listir, menningu og frjóar umræður í Líma, höfuðborg Perú og á samfélagsmiðlum.
Samstarfsaðilar: Sendiráð Svíþjóðar í Líma, Sendiráð Finnlands í Líma og Pontificia Universidad Católica del Perú

North of... Norden, Toronto, nóvember - desember 2018
Harbourfront Centre kynnir North of… Norden festival – könnunarleiðangur um norræna menningu gegnum tónlist, kvikmyndir, mat og hönnun.
Samstarfsaðilar: Harbourfront Corporation í Toronto, Export Music Sweden, Danska hönnunarráðið, Nordic Feast, og Happiness Research Institute

Relaunching the Scandinavian film terrace, Cannes, maí 2018
Skandínavíski salurinn í Cannes er staðurinn þar sem norrænar kvikmyndir mæta heiminum. Árið 2018 verður staðurinn endurkynntur bæði stafrænt og raunverulega gegnum samfélagsmiðla, kynningarstarf og með breytingum á viðburðum.
Samstarfsaðilar: Scandinavian films (Kvikmyndasjóður Finnlands, Kvikmyndastofnun Danmerkur, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kvikmyndastofnun Noregs, Kvikmyndastofnun Svíþjóðar)

NORDIC WAY, Indónesíu, apríl 2018
Í þessu verkefni eru kynntar norrænar lausnir sem bæta daglegt líf í borgum, undir yfirskriftinni „Sjálfbært borgarskipulag“. Verkefnið verður í formi farandsýningar í 3-4 stærstu borgum Indónesíu, þar á meðal Jakarta.
Samstarfsaðilar: Sendiráð Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs í Jakarta

A Nordic Region for all, stafrænt, mars - nóvember 2018
Alhliða hönnun og aðgengi skiptir máli fyrir mannréttindi og sjálfbæra þróun. Þetta er kynnt með því að miðla þekkingu, meðal annars með myndskeiðum á samfélagsmiðlum og gegnum samræður fjöldamargra þekktra hagsmunaaðila.
Samstarfsaðilar: Norræna velferðarmiðstöðin, Deltamiðstöðin hjá Barna-, ungmenna- og fjölskyldustofnun Noregs, Myndigheten för delaktihet í Svíþjóð, og Finnska fötlunarstofnunin

Good Growth Week, Mósambik, 2018
Sameiginlegur viðburður sem ætlað er að miðla góðri reynslu af sjálfbærum leiðum til að stuðla að samþættum og sjálfbærum viðskiptaáætlunum í einkageiranum sem munu hafa fleiri og betri störf í för með sér - sérstaklega fyrir ungt fólk.
Samstarfsaðilar: Sendiráð Noregs í Maputo, Sendiráð Svíþjóðar í Maputo, Sendiráð Finnlands í Maputo

Narva is Next, Eistlandi, 2018
Verðmætadrifin norræn stefnumörkun fyrir samstarfs- og samskiptastefnu sem birtist í borgarhátið sem ætlað er sýna fram á skýrar og hagnýtar leiðir til að stuðla að því að brjóta upp neikvæðar tilhneigingar í Narva .
Samstarfsaðilar: Tallinn Music Week, Musiccase OÜ, Eistlandi, Ebba Lindqvist PR, Svíþjóð, Tattarrattat, Bretlandi, Pär Nuder, Svíþjóð, Empty Tape Management, Danmörku og sendiráð Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands í Eistlandi

Creative Talents:

Les semaines du film nordique au Maroc, Marokkó, október 2018
Norrænu kvikmyndavikurnar koma aftur í aukinni mynd árið 2018 með sýningum í Rabat, Casablanca og Tangier og ráðstefnu þar sem norræn/marokkósk sýn á jafnrétti kynjanna í kvikmyndum verður rædd.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Sendiráð Svíþjóðar í Rabat

The Nordics at Tokyo Rainbow Pride, Tókíó, maí 2018
Norrænu sendiráðin fimm í Japan eru stolt af því að kynna norrænu gildin, gegnsæi, umburðarlyndi og aðlögun í regnbogagöngunni í Tókíó 2018 með norrænum bás, fjölmiðlaathygli á staðnum og tengdum viðburðum.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Sendiráð Norðurlandanna fimm í Japan

The Nordic environmental footprint in Mumbai, Mumbai, 2018
Norrænu þjóðirnar taka þátt í stærstu herferð heimsins til þess að vernda hafið gegn úrgangi í sjó og örplasti.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Skrifstofa aðalræðismanns Noregs í Mumbai og Skrifstofa aðalræðismanns Svíþjóðar í Mumbai

OAK: The Nordic Journal, stafrænt, mars-apríl 2018
Nýr hlaðvarpsflokkur OAK, Nordic Traces, veitir tímaritinu nýtt líf með hvetjandi samtölum við leiðandi skapandi einstakling sem kynntur verður í nýjasta tölublaðinu.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Oak Publishing

ARS – Artist Residency Swap, stafrænt, 2018
Artist Residency Swap byggir á grunngildum Norðurlanda og býður upp á vettvang og samfélag á netinu sem gerir listamönnum öðru skapandi fólki kleift að að skiptast á heimilum og vinnustofum.
Umsækjandi/leiðandi samtök: ARS – Artist Residency Swap

Nordic Design in Milan, Mílanó, mars-apríl 2018
Norrænt kynningarverkefni á tískuvikunni í Mílanó, apríl 2018.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Copenhagen Design Agency

#bettercitybetterlife, Chile, 2018
Herferð sem ætlað er að hvetja til viðeigandi aðgerða í loftslagmálum og undirbúa jarðveginn fyrir miðlun upplýsinga og reynslu á sviði tækni, hvatningar og samstarfs bæði opinberra aðila og einkaaðila um að efla snjallar borgir og hringrásarahagkerfið.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Sendiráð Noregs í Santíagó

Nordic Night, Úkraína, maí 2018
Nordic Night við þjóðminjasafnið í Kiev er ætlað að skapa hlýlega og vingjarnlegt andrúmsloft sem stuðlar að samræðu og samstarfi um að markaðssetja norræna lífshætti, kynna norræn grunngildi og vera úkraínskum samstarfaðilum hvatning.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Sendiráð Danmerkur í Kiev

Food for Thoughts, Træna, maí-október 2018
Food for Thoughts verður staðbundinn viðburður sem stendur frá háflóði kl. 8 að kvöldi til háfjöru kl. 2 að nóttu.
Umsækjandi/leiðandi samtök: The Northern Company

The Nordics and Canada – common values, common solutions, Kanada, febrúar-apríl 2018
Vídeóverkefni þar sem sjónum er beint að því sem sameinar Norðurlöndin og Kanda og sýnt fram á hvernig margreyndar norrænar lausnir geta reynst gagnlegar í Kanada.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Sendiráð Svíþjóðar í Ottawa

SAUCE 2018, Helsinki, september 2018
SAUCE er ætlað að vera hvatning til samræðna sem eiga að stuðla að betri matarframtíð fyrir alla. Aðalhráefnið verða norræn gildi svo sem gagnsæi, traust og sjálfbærni, rausnarlega krydduð sköpunargáfu.
umsækjandi/leiðandi samtök: Pauliina Pirkola

this.festival: Northern Lights on New Realities, stafrænt, september 2018
Markmiðið með this.festival er að safna saman, viðurkenna og gera sýnilega næstu kynslóð stafræns, sjónræns sagnafólks með því að vinna saman að spilum, vídeói, kvikmyndum, tónlist, listum, arkitektúrog hönnun.
Umsækjandi/leiðandi samtök: Filmby Árósum, Danmörku