Innfæddir og Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni

29.01.14 | Fréttir
Norske samer

Norske samer 

Photographer
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Sameiginleg yfirlýsing norrænu umhverfisráðherranna: Umhverfisráðherrar Norðurlandanna binda miklar vonir við að hugtakið „innfædd staðbundin samfélög“ verði umorðað og hljómi „innfæddir og staðbundin samfélög“.

Á fundi norrænu umhverfisráðherranna þann 30. október 2013 bar alþjóðamál á góma. Kom þá fram eindregin ósk um að ákveðið yrði hið fyrsta að breyta orðalagi þegar fjallað er um upprunalegt fólk á vettvangi Samningsins um líffræðilega fjölbreytni.

Í lokasamþykkt Ríó+20-ráðstefnunnar með yfirskriftinni „The Future We Want“ var stuðst við orðalagið „innfæddir og staðbundin samfélög“. Eftir að loftslagsráðstefnu SÞ lauk á árinu 2012 var áfram rætt á vettvangi Samningsins um líffræðilega fjölbreytni hvort taka ætti upp nýtt orðalag þegar átt er við frumbyggja.

Norrænu umhverfisráðherrarnir binda miklar vonir við að á COP 12-ráðstefnunni, sem haldin verður síðar á þessu ári á vegum Samnings um líffræðilega fjölbreytni, verði tekin endanleg ákvörðun um að breyta orðalaginu. Þannig muni standa „innfæddir og staðbundin samfélög“ í öllum ályktunum og skjölum Samningsins um líffræðilega fjölbreytni.