Jafnréttisráðherrar Norðurlanda: Nauðsynlegt að auka þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni

11.03.15 | Fréttir
Sameiginlegt átak kvenna og karla á sviði jafnréttismála er nauðsynlegt samfélagi sem byggir á sjálfbærni og réttlætti, segja ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndum sem samankomnir eru á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York.

– Síðastliðin tuttugu ár hefur framkvæmdaáætlunin frá Peking verið leiðarsstef í því starfi að styrkja stöðu kvenna og stúlkna. Við erum komin vel áleiðis í átt að samfélagi þar sem konur og stúlkur njóta frelsis og geta nýtt borgaraleg réttindi til jafns við karla. Á þessu ári ætlum við að fagna því sem áunnist hefur, en á sama tíma verðum við að vinna að næsta áfanga á sviði jafnréttismála, segir Manu Sareen, ráðherra barna, jafnréttis og félagsmála í Danmörku og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál árið 2015.

 

 Í dag stendur Norræna ráðherranefndin fyrir pallborðsumræðum um karlmenn og jafnrétti með norrænu ráðherrum jafnréttismála á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, sem einnig fer með jafnréttismál, segir að jafnrétti stuðli að auknum lífsgæðum fyrir alla í samfélaginu.

 

– Allir njóta góðs af vinnumarkaði sem ekki er skipt upp á grundvelli staðalmynda kynjanna. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna okkar miði af því að gera körlum kleift að sinna umönnunarhlutverki sínu. Kynbundið ofbeldi er þriðja dæmið um viðfangsefni þar sem ekki verða neina framfarir nema karlmenn taki sjálfir virka afstöðu gegn ofbeldinu, segir Eygló Harðardóttir.

 

Síðastliðin 40 ár hefur norrænt samstarf á sviði jafnréttismála verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref og leggur ný samstarfsáætlun áherslu á þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi.

 

– Framlag drengja og karla til jafnréttismála hefur grundvallarþýðingu fyrir samstarf okkar í  framtíðinni, segir Åsa Regnér, jafnréttisráðherra Svíþjóðar. Ráðherrarnir segja að reynsla Norðurlanda af jafnréttisstarfi sýni að jafnréttismál hverfist ekki eingöngu um löggjöf eða lýðræði, heldur sé það líka efnahagsleg nauðsyn og ein af undirstöðum hagsældar og velferðar á Norðurlöndum.

 

– Við – konur og karlar – verðum að sameinast um viðhorfsbreytingu fyrir sjálfbær samfélög fyrir okkur og komandi kynslóðir. Jafnrétti kemur okkur öllum til góða, segir fulltrúi Finnlands í pallborðsumræðunni, Anne Sipiläinen aðstoðarráðuneytisstjóri.

 

Hans Brattskar ráðuneytisstjóri, sem er fulltrúi Noregs, leggur sérstaka áherslu á spurninguna um ábyrgð og tekur fram að ábyrgð karla sá nákvæmlega jafn mikil og kvenna.

 

– Karlmenn eru oft í valdastöðum og gegna þess vegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að berjast gegn ójafnrétti og mismunun gagnvart konum, segir Brattskar.

 

Norðurlönd líta svo á að virk þátttaka í alþjóðastarfi sé þáttur í því að búa í alþjóðavæddum heimi. Löndin vinna saman í jafnréttismálum með því að taka þátt í og hvetja til samskipta og umræðu á alþjóðavettvangi. Fylgist með starfi Norðurlanda á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna á Twitter (#equalnordic)