Konnect – Menningarleg sjálfbærni

25.08.14 | Fréttir
Nordic Cool 2013 at the Kennedy Center in Washington
„Konnect“ er nýtt, einstakt samstarfsverkefni aðila úr menningarlífinu og vísindagreinum sem norrænu samstarfsráðherrarnir hafa nú ýtt úr vör.

Markmiðið með verkefninu er að auka skilning á þeim stóru úrlausnarefnum sem við stöndum frammi fyrir í umhverfismálum, einkum af völdum loftslagsbreytinga. Sérstaða „Konnect“ felst í því að listaháskólar og ungt listafólk alls staðar á Norðurlöndum eiga samstarf um sjálfbærni við þekkta fræðimenn á sviðum umhverfis-, náttúruauðlinda- og loftslagsmála.

Vísindafólki á sviði umhverfis- og sjálfbærnifræða reynist oft erfitt að miðla rannsóknaniðurstöðumsínum um alvarleg umhverfisvandamál til almennings. Þar getur listafólk komið til hjálpar með nýrri nálgun. Þar sem listafólkið hefur sérhæft sig í miðlun efnis mun framlag þess felast í því að koma rannsóknaniðurstöðunum á framfæri.

„Þverfaglegt verkefni, sem samnýtir fagþekkingu menningar- og náttúruauðlindasviða, er verulega spennandi framtak sem gaman verður að fylgjast með,“ segir Mikael Höysti, deildarstjóri menningar- og auðlindasviðs Norrænu ráðherranefndarinnar.

Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands hefur umsjón með verkefninu. Um er að ræða tilraunaverkefni sem enn sem komið er hefur hlotið styrk sem nemur 1 milljón d.kr. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði ýtt úr vör í Noregi 2015 og Svíþjóð 2016.