Kristján Þór Júlíusson nýr samstarfsráðherra Íslands

24.01.17 | Fréttir
Kristján Þór Júlíusson
Photographer
Anton Brink/norden.org
Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra var í dag skipaður norrænn samstarfsráðherra Íslands.

Kristján Þór Júlíusson hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann sat í Norðurlandaráði 2007–2009 og var heilbrigðisráðherra Íslands 2013–2017.

Kristján Þór nam íslensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og á að baki langan feril í sveitarstjórnarmálum, en hann var bæjarstjóri á bæði Ísafirði og Akureyri áður en hann var kosinn á þing.