Document Actions

Leitað að hugsandi fólki til að berjast gegn fæðusóun

Í tilefni af alþjóðlega umhverfisdeginum þann 5. júní munu Sameinuðu þjóðirnar og Norræna ráðherranefndin stofna til samkeppni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum um leiðir til að koma í veg fyrir fæðusóun. Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar tekur undir með Ban-Ki-moon aðalritara Sameinuðu þjóðanna sem vill að málefnið fá meiri athygli.

04.06.2013

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn er 5. júní ár hvert. Árið 2013 er áherslan á fæðusóun og verður af því tilefni efnt til samkeppni um auglýsingu á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum þar sem efnið er „Think.Eat.Save – Reduce your Foodprint“.

Hönnuðum er boðið að gera auglýsingu sem ætlað er að auka vitund um sífellt vaxandi magn fæðu sem sóað er í nútíma samfélagi.

Fyrstu verðlaun í samkeppninni eru 5.000 evrur sem Norræna ráðherranefndin veitir. Sú auglýsing sem sigrar mun birtast um allan heim sem hluti af „Think.Eat.Save“ herferðinni. Hún verður einnig birt í dagblöðum og sýnd á sýningum og viðburðum um alla Evrópu. 

Þetta er í fjórða sinn sem UNRIC (upplýsingamiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Brussel) stendur fyrir hönnunarsamkeppni fyrir leika sem lærða, sem ætlað er að vekja athygli á alþjóðlegu málefni. Í þetta sinn er samkeppnin opin íbúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkjanna og Norðvestur-Rússlands, og er hún haldin í samvinnu við, Stop Spild af Mad (danska armi hreyfingarinnar gegn sóun matar).

Fræðast má um samkeppnina á vefsíðunni thinkeatsave.org/nordiccompetition.

Think.Eat.Save – Reduce your Foodprint

Það er umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem fer fyrir „Think.Eat.Save“ herferðinni gegn sóun á mat undir merkjum Zero Hunger Challenge herðferð aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

„Áætlað er að íbúar jarðar verði orðnir níu milljarðar árið 2050.  En sveltandi fólki þarf ekki að fjölga.  með því að minnka sóun á mat, er hægt að spara peninga, minnka umhverfisáhrif og, ekki síst, skapa heim þar sem allir hafa nóg að bíta og brenna", segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu í tilefni af alþjóða umhverfisdeginum.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, er þessu sammála.

„Sóun á mat er ekki einkamál hvers og eins neytanda, það er félagslegt vandamál. Við verðum að finna leiðir til að minnka sóun á mat, við verðum einnig að endurhugsa hvernig við lítum á sóun matar og annarra aukaafurða frá landbúnaði og framleiðslugeiranum. Sóun dagsins í dag er hráefni morgundagsins", segir hann.

Feeding the 5,000

Meðal dómara í samkeppninni er Tristram Stuart, stofnandi Feeding the 5,000, TEDx fyrirlesari og höfundur verðlaunabókarinnar WASTE – Uncovering the Global Food Scandal; og Selina Juul, einnig TEDx fyrirlesari, höfundur matreiðslubóka og stofnandi Stop Spild af Mad í Danmörku.

„Sóun á mat er alþjóðleg sorgarsaga sem við getum ekki lengur litið framhjá", segir Juul. „Engu að síður er þetta sorgarsaga sem sérhvert okkar hefur vald til að koma í veg fyrir. Lausnin er sáraeinföld: Þú verður að gera eitthvað! Sem neytandi hefur þú meira vald en þú heldur. Ef þú ákveður hvað á að kaupa og hvað ekki, hefur þú vald yfir innkaupalistanum - hann þarf ekki að hafa vald yfir þér. Neytendavald getur breytt heiminum. Notið það vald!“ segir Juul.

Verðlaunin verða afhent á viðburðinum Feeding the 5000 á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn þann 4. október, sem skipulagður er af Stop Spild af Mad sem er opinber samstarfsaðili „Think.Eat.Save“ og stærstu frjálsu félagasamtökin sem berjast gegn sóun matar í Danmörku.

Nánari upplýsingar:

Think.Eat.Save auglýsingasamkeppni – Árni Snævarr (UNRIC), Sími: +32 497 458 088

Vefsíða: http://www.thinkeatsave.org/nordiccompetition 

Netfang: snaevarr@unric.org

Norræna ráðherranefndin – Michael Funch, sími: +45 21 71 71 43

Netfang: mifu@norden.org

Stop Spild Af Mad – Jakob Dreyer, sími: +45 40 72 06 01

Vefsíða: http://www.stopspildafmad.dk/inenglish.html

Netfang: info@stopspildafmad.dk