Lýðræðisleg réttindi í leikskólum og grunnskólum án aðgreiningar

17.03.17 | Fréttir
Børn i skolegård
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
2. og 3. maí býður Norræna ráðherranefndin og formennskulandið Noregur til norrænnar ráðstefnu um leikskóla og grunnskóla sem miðstöðvar lýðræðislegra réttinda og þátttöku allra. Hvernig geta leikskólar og grunnskólar stuðlað að því að börnum og ungmennum finnist þau heyra þar til og vera þátttakendur?

Ráðstefnuna sitja auk ýmissa rannsakenda og sérfræðinga víðs vegar að frá Norðurlöndum, norsku ráðherrarnir Frank Bakke-Jensen, ráðherra norrænnar samvinnu og Torbjørn Røe Isaksen, þekkingarráðherra ásamt Helene Hellmark Knutsson, ráðherra æðri menntunar og rannsókna í Svíþjóð.

Ráðstefnan fer fram á skandinavísku málunum, auk einfaldra innleggja á ensku. Túlkað verður á íslensku og finnsku.

Ráðstefnan er sniðin að fólki sem starfar að stefnumótun og rannsóknum en einnig fagfólki sem starfar á landsvísu, svæðisbundið eða í sveitarfélögum.

Skráningu lýkur 3. apríl, en fólki er ráðlagt að skrá sig sem fyrst (takmörkuð sæti).

Skráning og nánari upplýsingar um ráðstefnuna