Málþing ungs stjórnmálafólks frá Norðurlöndunum og Rússlandi haldið í Oulu 23.–25. apríl

16.04.14 | Fréttir
Jakob Esmann
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Ungir þingmenn frá Norðurlöndunum og Rússlandi funda í Oulu í Finnlandi dagana 23.–25. apríl til að ræða pólitísk málefni sem eru ofarlega á baugi.

Málþing með þessu sniði hafa áður verið haldin í Stokkhólmi 2012 og í Petrozavodsk í Karelíu 2013. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að viðhalda samskiptunum við Rússland þrátt fyrir spennuástandið sem ríkir í Úkraínu.

Meðal umræðuefna á fimmtudeginum 24. apríl verður staða ungmenna á vinnumarkaðnum í dag, alþjóðleg tengslanet sem tæki í atvinnusköpun ungs fólks og tengsl menntunar og þess að standa höllum fæti félagslega. Á föstudaginn fer framtíðarumræða fram.

Á miðvikudeginum, áður en stjórnmálaumræðan hefst, verður farið í námsferðir í VTT – Miðstöð tæknilegra rannsókna í Oulu, í þrívíddarrannsóknastofu háskólans í Oulu og í Business Kitchen.

Fulltrúar Norðurlandaráðs verða Simo Rundgren, formaður landsdeildar Finnlands í Norðurlandaráði, Juho Eerola (Finnlandi) og Jóhanna María Sigmundsdóttir (Íslandi). Jakob Esmann frá Danmörku, forseti Norðurlandaráðs æskunnar, tekur þátt í málþinginu.

Þátttakendur fyrir Rússlands hönd eru fulltrúar ýmissa svæðisbundinna þinga og ungmennaráða.