Máttur sjálfbærrar neyslu - ný útgáfa af Sustainable Growth the Nordic Way

22.02.18 | Fréttir
Sjálfbærari neyslu- og framleiðsluhættir myndu hafa talsverð áhrif á framkvæmd Dagskrár 2030 almennt. Í nýrri útgáfu veftímaritsins „Sustainable Growth the Nordic Way“ er fjallað um stefnu og aðgerðir til að framfylgja tólfta heimsmarkmiðinu um sjálfbæra þróun en það fjallar um að tryggja ábyrga neyslu- og framleiðsluhætti.

Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið að leggja áherslu á tólfta heimsmarkmiðið sem hreyfiafl í sjálfbærri þróun á svæðinu.

Lesið nánar um nýjustu tækin í sjálfbærum textíl- og tískuiðnaði, nýja frumkvöðla í stöðugt grænni matvælaiðnaði og þegar ferðaþjónustan í Goa hitti norræna umhverfismerkið Svaninn.