Matvæli: Fíllinn í stofunni á loftslagsráðstefnunni

18.12.17 | Fréttir
Nordic Food Day at COP23
Photographer
Simon Hecht
Mikill heilsufarslegur ávinningur felst í því fyrir mannkynið og plánetuna að taka matvæli á dagskrá loftslagsumræðunnar. Auka þarf gagnsæi varðandi við áskoranir og lausnir í tengslum við matvælakerfið. Þetta var meginniðurstaða Norræna matvældagsins sem haldinn var á 23. loftslagsráðstefnunni, COP23, 9. nóvember 2017. Norræna skálanum var breytt í hugveitu þar sem stefnt var saman leiðandi aðilum stofnana og samtaka svo sem Alþjóðabankanum, WWF, Greenpeace, Alþjóðamatvælastofnuninni, FAO og samtökunum EAT, til þess að ræða um það hvernig matvælastefna verði sett á dagskrá lofslagsbaráttunnar.

Lagt á borð

Matvæli er málefni sem nær yfir vítt svið. Það sást greinilega á breidd þátttakendahópsins á Norræna matvæladeginun, en meðal þátttakenda voru ungmenni, stefnumótendur, vísindamenn, frjáls félagasamtök, borgaraleg samtök og milliríkjastofnanir. Þrátt fyrir að matvæli séu víðfeðmt málefni eru það oft sett til hliðar vegna þess að óskýrt er hvað það á heima, sem leiðir til þess að margbrotin málefni sem tengjast matvælum eru skilin að í stað þess að fjalla um þau í heild.

Stefnumörkun skapar jarðveginn en þrýstingurinn verður að koma alls staðar að, til dæmis frá neytendum, bændum og fyrirtækjum.

Að mati Denise Loga meðstofnanda og framkvæmdastjóra Sustainable Food Academy eru samstilltar aðgerðir og aukin pólitísk skuldbinding mikilvægt innihald í uppskriftinni að loftslagsaðgerðum. Það var augljóst upphaf að setja matvæli á matseðilinn á COP: „Stefnumörkun skapar jarðveginn en þrýstingurinn verður að koma alls staðar að, til dæmis frá neytendum, bændum og fyrirtækjum.“

Þrátt fyrir að matvælaframleiðsla sé nú liður í ýmsum samningaviðræðum sem tengjast rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar þá verður að koma til alger hugarfarsbreyting. Á hugmyndaveitunni í norrænu skálanum bauð norræna verkefnið um matvælastefnu bæði hugsjónafólk og athafnafólk að ganga að borðum og bragða á girnilegum réttum þar sem boðið var upp á frumkvæði og vísindalega þekkingu sem stuðla að sjálfbæru matvælakerfi. Þemadagurinn, Norræni matvæladagurinn ýtti úr vör norrænu verkefni um matvælastefnu sem er flaggskipsverkefni sem heyrir undir undir verkefni norrænu forsætisráðherranna fimm, Nordic Solutions to Global Challenges initiative.

Samstarf um sjálfbær matvæli

Norræn reynsla undanfarinna tíu ára sýnir að stefnumörkun sem byggir á samstarfi getur stuðlað að umbreytingu matvælakerfa. Í þessu felst neytendastefna um breytt mataræði, matarmenningu og matargerðarlist. Þessar aðferðir eru ekki hefðbundnar og önnur lönd, langt frá Norðurlöndunum, eru að innleiða svipaðar aðferðir.

Áhuga almennings á málefninu ber ekki að vanmeta. Neytendur eru oft með opnari huga gagnvart þessu málefni en stjórnmálamenn.

Gycs Gordon frá Trade Council í Perú lagði áherslu á smitflæðiáhrifin þegar kemur að því að takast á við loftslagsbreytingar gegnum matvælakerfi: „Matur færir okkur saman og matargerðarlistin í Perú er í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Þetta skiptir unga fólkið máli vegna þess að það veitir þeim ný tækifæri.“ Með því að leggja sérstaka áherslu á matvælaframleiðslu og neyslu takast yfirvöld í Perú um leið á við mikilvæg málefni eins og atvinnu, loftslag, líffræðilega fjölbreytni, menningarlega sjálfsmynd og heilsu.

Þetta eru ekki lausnir sem aðeins ná til fárra útvalinna heldur teygja þær anga sína vítt og breitt um samfélagið í Perú. Ekki þarf nema að ganga inn í næstu matvöruverslun til þess að finna 20 mismunandi afbrigði af kartöflum sem sýna mikilvægi fjölbreytileikans í ræktunin, fyrir menninguna og líffræðilegan fjölbreytileika.

Svipuð þróun á sér stað á Norðurlöndum þar sem er vaxandi eftirspurn eftir staðbundnum, lífrænum og sjálfbærum matvælum. „Áhuga almennings á málefninu ber ekki að vanmeta. Neytendur eru oft með opnari huga gagnvart þessu málefni en stjórnmálamenn,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Sameiginlegt verkefni

Þótt hver þjóð glími við sínar áskoranir í tengslum við matvælakerfi þá er einn meginlærdómur sem draga má af norræna verkefninu um matvælastefnu og gagnast öllum: Samstarf.

Norræni matvæladagurinn var frumkvæði að því að tengja loftslagsmál og matvælakerfi og búa til vettvang til að vekja athygli á mikilvægi matvæla, landbúnaðar og búfjár þegar kemur að loftslagsmálum

Dr. Reyes Tirado, vísindamaður hjá rannsóknarstofu Greenpeace, sagði eftirfarandi dæmisögu: „Ímyndið ykkur að við séum með 20 sæta rútu sem á að flytja okkur heil heim. Vísindin segja okkur að matvælakerfið muni taka upp 12-15 af þessum sætum árið 2050. Það þýðir að aðeins fimm sæti eru eftir fyrir alla hina geirana eins og orku, flutninga, o.s.frv. Þetta er mjög niðurdrepandi en ef við breytum matvælakerfi heimsins getum við losað 8 til 10 sæti.

Það krefst samvinnu að losa um þessi sæti í loftslagsrútunni - aðgerða sem munu færa okkur nær því að hlýnun jarðar verði undir 1,5°C. „Norræni matvæladagurinn sýndi að forysta í því verkefni að tengja saman loftslagsmál og matvælakerfi og að skapa vettvang þar sem vakinn er athygli á mikilvægi matvæla, landbúnaðar og búfjár fyrir loftslagsmál,“ segir Dr. Tirado.

Í ökumannssætinu

Lausnir fyrir heilbrigði manna og plánetunnar verða líka að vera studdar af skuldbindingum til langs tíma, sterkri forystu og pólitískum vilja. „Norðurlöndin hafa þegar sýnt áhuga og vilja til þess að taka forystu og flytja út norrænar lausnir til þess að takast á við alþjóðlegar áskoranir sem tengjast því að tryggja heilnæm og sjálfbær matvæli fyrir alla,“ segir Dr. Gunhild A. Stordalen stofnandi og forseti EAT Foundation. „Ég vona að þetta verði stutt með frekari skuldbindingum og raunverulegum aðgerðum á heimsvísu, og ekki síður í heimalöndum okkar."

Ég held að framlag Norðurlandanna sé sérstakt þegar kemur að stefnumörkun, hugmyndum og nýsköpun.“

Að mati Dan Saladino fréttamanns og framleiðanda hjá bresku sjónvarpsstöðinni BBC Food skiptir máli að deila þessum hugmyndum: Ég hef séð hugmyndir allt frá fiskeldi að skólaáltíðum - nýsköpun og hugmyndir sem eru frábrugðnar þeim sem ég þekki annarsstaðar frá. Þess vegna tel ég að Norðurlöndin hafi upp á eitthvað sérstakt að bjóða þegar kemur að stefnumörkun, hugmyndum og nýsköpun."

Það er tækifæri í sjálfu sér að taka matvælakerfið inn í loftslagsumræðuna. Það verður að horfast í augu við áskoranirnar og leita að lausnum handan við kyrrstöðuna. Norræni matvæladagurinn sýndi það og sannaði það það er hægt er að stefna saman fjölmörgum hagsmunaaðilum til að leita raunverulegar lausna og hefja nýjar samræður um matvæli og loftslag. Það er komið vel fram yfir síðasta söludag að færa þetta málefni frá því að tala um það yfir á það plan að vinna að því af pólitískum metnaði - og frá kyrrstöðu til róttækra breytinga á framleiðslu og neyslu matvæla. Nú er tíminn til að grípa tækifærið.

Contact information