Menningarmálaráðherrar Norðurlanda fordæma ólögleg viðskipti með menningarminjar frá Írak og Sýrlandi

12.05.15 | Fréttir
Kulturministermøde på Færøerne 12. maj 2015
Photographer
Louise Hagemann
Á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í Færeyjum gáfu menningarmálaráðherrar Norðurlanda út sameiginlega yfirlýsingu um ólögleg viðskipti með menningarverðmæti frá Írak og Sýrlandi.

„Það er grafalvarlegt að menningarleg og söguleg verðmæti í Írak og Sýrlandi séu tekin ófrjálsri hendi og smyglað úr landi. Við brýnum fyrir norrænu fræðaumhverfi, listaverkasöfnurum, listaverkasölum, fornsölum og starfsfólki safna að vera á verði,“ segir í yfirlýsingu menningarmálaráðherranna.

Það er grafalvarlegt að menningarleg og söguleg verðmæti í Írak og Sýrlandi séu tekin ófrjálsri hendi og smyglað úr landi.


Vitað er til þess að menningarminjar hafi verið seldar á svörtum markaði til að fjármagna starfsemi ýmissa öfgahópa. Þann 12. febrúar  síðastliðinn samþykkti Öryggisráð SÞ ályktun sem skuldbindur aðildarlöndin til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir slík viðskipti.

Við brýnum fyrir norrænu fræðaumhverfi, listaverkasöfnurum, listaverkasölum, fornsölum og starfsfólki safna að vera á verði.



Norrænu menningarmálaráðherrarnir leggja nú til að norrænu átaksverkefni um málið verði hleypt af stokkunum, sem hefjist með ráðstefnu sérfræðinga á haustdögum 2015.