Niðurstöður norrænna átaksverkefna um grænan hagvöxt

07.10.15 | Fréttir
Á fundi norrænu forsætisráðherranna 2. október sl. kynnti Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, stöðuskýrslu um norræn átaksverkefni um grænan hagvöxt, sem nú hafa staðið yfir í þrjú ár.

Í nóvember 2011 útnefndu norrænu forsætisráðherrarnir grænan hagvöxt sem sérstakt áherslusvið í norrænu samstarfi undir yfirskriftinni Norðurlönd – leiðandi í grænum hagvexti.

Síðan hefur Norræna ráðherranefndin veitt alls 66 milljónum d.kr. til fjölbreytilegra átaksverkefna með áherslu á græna hagkerfið. Áætlað er að flestum þessara verkefna verði lokið við árslok 2015, en sum munu halda áfram á árinu 2016.

Meginmarkmið átaksverkefnanna um grænan hagvöxt hefur verið að takast á við umfangsmikil viðfangsefni á sviði umhverfis- og loftslagsmála, en jafnframt að hjálpa Norðurlöndunum að efla markaðsstöðu sína.

Dagfinn Høybråten leggur áherslu á að áætlunin um grænan hagvöxt hafi gefið traustan grundvöll fyrir frekara starf á sviði grænna lausna:

„Ég er þess fulllviss að áætlunin hefur hjálpað okkur að efla norræna hæfni, bæta samhæfingu milli landanna og styrkja vörumerki okkar á alþjóðavettvangi sem svæðis þar sem grænn hagvöxtur, nýsköpun og sjálfbær þróun eru staðreynd – ekki aðeins framtíðarsýn.“

Nánari upplýsingar: