Document Actions

Nokia verðmætasta norræna vörumerkið

02.08.2004


Aðeins tvö norræn fyrirtæki eru á lista yfir eitt hundrað verðmætustu vörumerki heims. Þetta eru Nokia og IKEA. Tímaritið Business Week birti listann, en á honum trónir Coca Cola í efsta sæti. Nokia er í áttunda sæti, fellur úr sjötta sæti í fyrra. IKEA er í fertugasta sæti, hækkar sig úr fertugasta og þriðja sæti í fyrra.