Nordic Built heldur vinnustofur

22.01.14 | Fréttir
Nordic Built-verkefninu verður haldið áfram í fjögur ár eða til loka ársins 2017. Af því tilefni verða haldnar vinnustofur í höfuðborgum Norðurlandanna. Þar munu þátttakendur fá tækifæri til að koma með tillögu að útgáfu 2.0 af verkefninu.

Í apríl verða haldin síðdegisvinnustofa með fulltrúum Nordic Built og öðrum hagsmunaaðilum. Allir eru velkomnir.

Skráning á vinnustofu:

Kaupmannahöfn 2. apríl
Ósló 2. apríl
Helsinki 7. apríl
Stokkhólmi 8. apríl
Reykjavík 11. apríl

Nordic Built er norrænt fjármögnunartilboð til fyrirtækja sem þróa sjálfbærar vörur og þjónustu til að endurgera byggingar. Verkefnið veitir hlutafjármögnun frá norrænu hagsmunaaðilum.

Nordic Built gerir þær kröfur að verkefnin feli í sér samstarf fyrirtækja eða samtaka frá nokkrum norrænum ríkjum.