NordMap: Verkfæri til að búa til kort, deila þeim og prenta út

17.06.15 | Fréttir
Nordmap
NordMap heitir nýtt vefkortagerðarverkfæri sem hægt er að nota til að vinna með upplýsingar um lýðfræði, vinnumarkað og aðgengi á Norðurlöndum. Með hjálp NordMap er hægt að greina stað- og svæðisbundnar þróunarlínur og búa til sérsniðin kort, deila þeim og prenta út án þess að það krefjist neinnar reynslu af kortagerð eða landfræðilegum upplýsingakerfum.

Frá kortum til vefkortagerðar

Nordregio hefur allt frá því að stofnuninni var komið á fót 1997 verið þekkt fyrir gerð hágæðakorta sem lýsa svæðisbundnum þróunarlínum á fjölmörgum sviðum sem tengjast félags-, efnahags- og umhverfismálum. Verkfærið NordMap hefur verið búið til á grundvelli fyrri vinnu okkar að því að kortleggja landupplýsingar og með fjármögnun frá Norræna vinnuhópnum um lýðfræði og velferð í því skyni að gera landupplýsingarnar enn aðgengilegri fyrir notendur. Með því er hægt að afmarka og greina svæðisbundnar þróunarlínur með skilvirkari hætti. Einnig er auðveldara að vinna með upplýsingarnar og hægt er að gera það á nýjan hátt og búa til sérsniðin kort á skömmum tíma.

Hver er markhópurinn fyrir Nordmap?

Með hjálp NordMap geta þeir sem vinna að skipulagi og ákvarðanatöku á öllum stigum stjórnsýslu og stjórnmála borið saman svæði og sveitarfélög frá norrænum heildarsjónarhóli. Það stuðlar að norrænu samstarfi með því að gera notendum kleift að finna svæði með sameiginleg einkenni og jafnframt að fylgjast með þróunarlínum yfir tíma. Vísinda- og háskólamenn á Norðurlöndum og utan þeirra munu einnig nýta sér þá möguleika til greiningar sem NordMap býður upp á til þess að búa til eigin kort á skömmum tíma.

Prófið www.nordmap.se!