Document Actions

Norðurlandaráð: Afnemum „geoblocking“ á norrænu sjónvarpsefni

Tillaga þess efnis að afnema „geoblocking“ á sjónvarpsefni milli norrænu landanna var rædd á fundi norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar þann 26. júní í Helsinki. Það nefnist „geoblocking“ þegar efnisveitur á netinu bjóða notendum upp á mismunandi kjör eftir því í hvaða landi þeir eru staðsettir.

27.06.2017
Ljósmyndari
Anna Jungner-Nordgren

„Norska þáttaserían SKAM hefur sýnt fram á mikilvægi þess að við getum horft á sjónvarpsefni frá hinum Norðurlöndunum og þannig lært meira um nágrannalönd okkar og öðlast aukna innsýn í menningu þeirra og tungumál. Því styðjum við tillöguna um að afnema „geoblocking“, sem við teljum til stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndum,“ segir Jorodd Asphjell, formaður norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar og þingmaður á norska Stórþinginu.

Vilji til að breiða út þekkingu um norræna menningu býr einnig að baki tillögunni um nýjan norrænan söngdag, sem þingmenn Norðurlandaráðs ræddu einnig og lýstu stuðningi við á fundi sínum í Finnlandi.

Tillögurnar verða teknar til endanlegrar afgreiðslu á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í nóvember.

Tengiliðir

Michael Matz
Sími +45 29 69 29 03
Netfang mima@norden.org