Document Actions

Norðurlandaráð: Eystrasaltsstefnan þarfnast aðkomu norðlægu víddarinnar

Margir líta á nýja Eystrasaltsstefnu ESB sem innanhúsmál hjá ESB,en hún þarfnast annarar víddar, sérstaklega á sviði orkumála. Þetta voru skilaboðin sem Norðurlandaráð sendi frá sér á Baltic Development Forum þann 1. júní.

01.06.2010

Það er afar mikilvægt að skoða aðgerðir og reynslu frá Norður-Atlantshafssvæðinu og Norðurskautinu í tengslum við aðgerðir á Eystrasaltssvæðinu, sagði Helgi Hjörvar á Baltic Development Forum í Vilníus þann 1. júní.

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Helgi Hjörvar forseti Norðurlandaráðs ávarpaði Baltic DEvelopment Forum í Vilníus þann 1. júní.

Hann ítrekaði þörfina á því að samræma aðgerðir á Eystrasaltssvæðinu og í norðlægu víddinni á vegum ESB, Rússlands, Íslands og Noregs.

Forsetinn benti sérstaklega á tækifæri sem samstarf á sviði orkumála felur í sér.

- Við þurfum að auka áherslu á orkumál í öllu samstarfi óháð landamærum, þar á meðal miðlun tækni og þekkingar, sagði Helgi Hjörvar.

Hann bætti við að það væri afar mikilvægt að nýta aðgerðir og reynslu frá Norður-Atlantshafssvæðinu og Norðurskautinu í tengslum við aðgerðir á Eystrasaltssvæðinu.

- Orkugeirinn er nátengdur bæði efnahagsþróun og umhverfismálum, og einnig pólitísku jafnvægi á svæðinu, sagði hann, og kallaði eftir "færri orðum og frekari framkvæmdum" í sameiginlegum aðgerðum ESB, Rússlands og norrænu ríkjanna.

Samstarf norðlægu víddarinnar felst meðal annars í fjölmörgum verkefnum á vegum ríkisstjórna á sviði umhverfis-, félags- og samgöngumála.

Og í síðustu viku var menningarsamstarfi norðlægu víddarinnar komið á fót á fundi háttsettra embættimanna í Pétursborg.

Þá hefur verið stofnaður umræðuvettvangur norðlægu víddarinnar, og verður næsti fundur á þeim vettvangi haldinn í Noregi í febrúar 2011.

Þá héldu þingmenn úr Norðurlandaráði fund með fulltrúum rússnesku Dúmunnar þann 24. maí, þar sem rætt var um orkunýtingu og samstarf.

Viðtal við Helga Hjörvar á BDF (á Skandínavísku)

Tengiliðir