Norðurlandaráð tekur afstöðu með frjálsri fjölmiðlun í Tyrklandi

04.08.16 | Fréttir
Nordisk Råds Udvalg for Kundskab og Kultur foran Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet (NTNU)  i Trondheim
Photographer
Louise Hagemann
„Við tökum eindregna afstöðu gegn þeirri meðferð sem fjölmiðlafólk og blaðamenn sæta nú í Tyrklandi. Við styðjum frjálsa og óháða fjölmiðlun, sem við teljum eina af meginundirstöðum opins og nútímalegs lýðræðis,“ sagði Jorodd Asphjell, formaður norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar, á nýaafstöðnum sumarfundi nefndarinnar í Þrándheimi.

Fjöldi norrænna fjölmiðlasamtaka hvetur nú ríkisstjórnir landa sinna til að taka afstöðu með fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í Tyrklandi. Sænsku blaðamannasamtökin hafa biðlað til ríkisstjórnar Svíþjóðar um stuðning. Á þriðjudaginn í þessari viku funduðu norsk fjölmiðlasamtök með utanríkisráðherra Noregs, Børge Brende, og kröfðust þess að ríkisstjórn landsins tæki frumkvæði að því að tryggja fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í Tyrklandi.

Norræna þekkingar- og menningarnefndin hvetur utanríkisráðherra landanna til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að styðja við og tryggja frjálsa fjölmiðlun í Tyrklandi.