Document Actions

Norðurlönd einhuga í afstöðu til neytendatilskipunar Evrópusambandsins

Norrænu ríkisstjórnirnar verða að móta sameiginlega afstöðu til tilskipunar ESB um réttindi neytenda. Það er tillaga borgara- og neytendanefndar Norðurlandaráðs.

29.06.2010

„Við óttumst að slakað verði á kröfum til neytendaverndar á Norðurlöndum, taki þau ekki forystu þegar fjallað verður um neytendatilskipunina", segir Henrik Dam Kristensen.

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

„Við óttumst að gengið verði á réttindi neytenda á Norðurlöndum, taki þau ekki forystu þegar fjallað verður um neytendatilskipunina. Norðurlöndin verða að tryggja neytendavernd og sjá til þess að áfram verði hægt að gera strangari kröfur í einstökum löndum en kveðið er á um í ESB-tilskipuninni", segir Henrik Dam Kristensen, fulltrúi í borgara- og neytendanefndinni.

Eitt af því sem norræn stjórnvöld hafa áhyggjur af í ESB-tilskipuninni er krafan um algjört samræmi í löggjöf landa. Slíkt er talið veikja neytendavernd á einstökum sviðum í norrænni neytendastefnu.

Norræn stjórnvöld hafa þá afstöðu að ESB eigi að lágmarka kröfur um samræmda löggjöf, og að hvert þjóðland eigi að hafa svigrúm til að gera strangari kröfur til neytendaverndar.

- Neytendavernd á Norðurlöndum er meiri en í mörgum ESB ríkjum. „Á Nörðurlöndum er öflugri neytendavernd en í flestum ESB-ríkjum. Það er því mikilvægt fyrir okkur í Norðurlandaráði að ekki verði slakað á kröfum til þeirrar verndar", segir danski þingmaðurinn Henrik Dam Kristensen.

Henrik Dam Kristensen og Helgi Hjörvar forseti Norðurlandaráðs funduðu með norrænum þingmönnum í neytendanefnd Evrópuþingsins í júní og ræddu málið.

Borgara- og neytendanefndin sendir nú tillögur sínar til Evrópunefnda þjóðþinga norrænu ríkjanna með það að markmiði að hafa áhrif á ríkisstjórnirnar.

Fjallað verður um ESB-tillöguna á Evrópuþinginu í haust. Eftir það fer tillagan til umfjöllunar í ráðherraráði ESB.

Borgara- og neytendanefndin heldur sumarfund sinn á Grænlandi í 26. viku.

Tengiliðir