Norðurlönd fordæma ofbeldi í Kænugarði

22.01.14 | Fréttir
Forsetar Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins fordæma beitingu afls og ofbeldis í Kænugarði í Úkraínu.

Karin Åström forseti Norðurlandaráðs og Laine Randjarv forseti Eystrasaltsþingsins fordæmdu, á sameiginlegum fundi í Kaupmannahöfn, beitingu afls og ofbeldis í Kænugarði til að dreifa mótmælendum sem hafa á undanförnum vikum lýst yfir stuðningi við aðlögun Úkraínu að Evrópusambandinu.

Áframhaldandi þrýstingur á lýðræðisvilja borgara Úkraínu, meðal annars rétt þeirra til að koma saman og eiga frjálsar samræður, sem og notkun valds ganga gegn lögmálum lýðræðis, réttarríkis og borgaralegs samfélags og þeim grundvallarreglum sem allir þátttakendur samþykktu á Eastern Partnership Summit í Vilníus í Nóvember 2013.

Forsætisnefndir Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins héldu árlegan leiðtogafund sinn í Kaupmannahöfn í dag.