Norðurlönd gefa út yfirlýsingu á COP21 um nýja hugsun í fjármögnun loftslagsaðgerða

09.12.15 | Fréttir
Danish minister Kristian Jensen of foreign affairs  launches statement on Nordic Innovative Climate Finance
Photographer
Vita Thomsen/Norden.org
Ríkisstjórnir norrænu landanna fimm gáfu út yfirlýsingu á COP21 undir yfirskriftinni „New Nordic Finance“ þar sem kölluðu eftir sterkar samstarfi opinberra aðila og einkaaðila varðandi fjármögnun loftslagsaðgerða. Ýmsir norrænir lífeyrissjóðir hafa tjáð sig reiðubúna til að fjárfesta meira í mótvægisaðgerðum og aðlögun vegna loftslagsbreytinga.

Á viðburði sem haldinn var í sýningarskála Norðurlanda á COP21 þriðjudaginn 8. desember gáfu Norðurlöndin – Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð – út yfirlýsingu þar sem þau lýstu stuðningi við aukið hlutverk einkafjármögnunar í tengslum við viðbrögð gegn úrlausnarefnum sem tengjast loftslagsbreytingum.

Við þurfum fjárfestingu úr einkageiranum til að stöðva hlýnun jarðar og þátttaka einkageirans er lykilatriði.

Yfirmenn ýmissa norrænna lífeyrissjóða studdu yfirlýsinguna, en í henni er kallað eftir skýrar fjárfestingarrömmum, betri meðhöndlun áhættu og gagnsærri þróun verkefna sem geta laðað að einkafjármögnun.

„Við þurfum fjárfestingu úr einkageiranum til að stöðva hlýnun jarðar og þátttaka einkageirans er lykilatriði,“ segir Kristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur.

Danir, sem nú fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, standa að verkefninu og stefna að því að byggja á grundvelli eigin loftlagsfjármögnunarsjóðs sem þegar er til staðar.

„En einkafjármögnun er ekki góðgerðarstarf, og fjárfestar þurfa auðvitað að hagnast Möguleikarnir eru til staðar, en fjöldi áhættuþátta og skortur á gagnsæi getur hamlað þátttöku fjárfesta. Við sem ríkisstjórnir getum haft áhrif með því að auka skýrleika og draga úr áhættu,“ sagði Jensen ennfremur.

Ríkisstjórnir Norðurlanda heita því að halda áfram að vinna saman að því að bæta skilyrði til fjárfestinga. Með almennri þróunaraðstoð og með sértækri fjármögnun í tengslum við loftslagsbreytingar ætla þeir að stuðla að uppbyggingu getu og styðja við tilraunir samstarfslanda til að þróa fyrirsjáanlega stefnumótun og reglugerðir.

„En einkafjármögnun er ekki góðgerðarstarf, og fjárfestar þurfa auðvitað að fá hagnað. Möguleikarnir eru til staðar, en fjöldi áhættuþátta og skortur á gagnsæi getur hamlað þátttöku fjárfesta. Við sem ríkisstjórnir getum haft áhrif með því að auka skýrleika og draga úr áhættu,“ sagði Jensen ennfremur.

Ríkisstjórnir fimm lýsa yfir að:

„Við, fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda, útflutningslánastofnana, þróunarfjármögnunarstofnana og stofnanafjárfesta sem höfum skrifað undir þessa yfirlýsingu, heitum því að starfa saman að því að virkja fjármagn úr opinbera geiranum og einkageiranum til fjárhagslegra hagkvæmra loftslagsfjárfestinga í sjálfbæru og þolgóðu grunnkerfi og tækni í þróunarlöndum.“

Ennfremur heitum við því að starfa saman að áframhaldandi þróun og nýtingu fjármálagerninga og fjármögnunarkerfa sem geta stækkað slíkar fjárfestingar. Áhersla verður beint að því að nota opinbera loftslagsfjármögnun til að ýta undir markaðslausnir á viðfangsefnum tengdum loftslagsbreytingum og að því að efla þekkingu og traust fjárfesta í því skyni að nýta fjármögnunum úr einkageiranum til loftslagsverkefna.“