Norðurlönd geta brúað bilið milli iðn- og þróunarríkja í loftslagsviðræðunum

22.01.14 | Fréttir
Norðurlönd geta tekið að sér hlutverk brúarsmiða milli iðn- og þróunarríkja með það að markmiði að hraða loftslagsviðræðunum innan COP21 í París. Þetta er mat umhverfis- og auðlindanefndar Norðurlandaráðs sem hvetur ríkisstjórnir Norðurlandanna að hefja sem allra fyrst viðræður við fjölda þróunarríkja.

Norðurlandaráð telur að norrænu ríkin geti gegnt miklivægu og hvetjandi hlutverki í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum. Ástæðan fyrir því að menn vilja hefja viðræður við minni þróunarríki er að þau verða verst út af völdum loftslagsbreytinganna.

„Norðurlöndin ættu að nýta sér samtakamátt sinn til að hraða viðræðum milli iðn- og þróunarríkjanna um hvaða aðgerða er þörf til að ná tveggja gráðu markmiðinu. Það er einnig mikilvægt að koma á viðræðum um raunhæfar væntingar til alþjóðlega loftslagssamningsins sem semja á um í París 2015“, segir Steen Gade (SF, Danmörku), loftslagssérfræðingur í umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs.

Mismunandi hugmyndir iðn- og þróunarríkja um fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarríkjunum er einnig stór hindrun í loftslagsviðræðunum. Mikið ósætti ríkir um hvaðan fjármagn í sjóðinn The Global Green Climate Fund á að koma.

„Norðurlöndin veita hvert um sig tiltölulega miklu fé til þróunaraðstoðar, miðað við aðrar þjóðir. Með því að sameina krafta sína ættu áhrif hvers lands að margfaldast.

Umhverfis- og auðlindanefndin beina nú þeim tilmælum til norrænu ríkjanna að þau með Norrænu ráðherranefndina sem talsmann, eigi frumkvæði að viðræðufundum norrænna ráðherra og valdra lykilaðila í fjölda minni þróunarríkjum.

„Norræna ráðherranefndin á gott samstarf um loftslagsviðræðurnar. Til að byrja með ættu fulltrúar frá minnst þróuðu ríkjunum (LDC),litlu eyríkjunum (AOSIS) og sambandi viðkvæmra landa að sitja fundina. Einnig ætti að upplýsa aðila eins og BASIC-ríkin (Brasilía, Suður-Afríka og Kína) ESB og BNA“, segir Steen Gade.

„Þau síðasttöldu hafa í augnablikinu ekki áhuga á loftslagssamningi. Ef fátækustu ríkin verða með í viðræðunum er hægt að sækja að BASIC-ríkjunum á tvo vegu“.

Norðurlandaráð fundar í Kaupmannahöfn dagana 21.-22. janúar. Ráðið hittist næst á þemaþingi Norðurlandaráðs á Akureyri, dagana 7.-8. apríl. Á vorþinginu verður lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.