Norræn ráðherrayfirlýsing um flóðbylgjuna á vesturströnd Grænlands

22.06.17 | Fréttir
Þann 17. júní skall flóðbylgja á Uummannaq-svæðinu við Karrat-fjörð á vesturströnd Grænlands. Norrænu samstarfsráðherrunum var greint frá hamförunum á fundi þeirra í Tromsø þann 22. júní.

Flóðbylgjan olli miklum flóðum og umtalsverðu tjóni á fólki og verðmætum á svæðinu. Fjögurra er enn saknað eftir hamfarirnar og óttast er að þeir séu látnir.


Hingað til hafa um 270 manns verið flutt af hamfarasvæðinu.
Í tengslum við fund samstarfsráðherranna greindi samstarfsráðherra Grænlands, Agathe Fontain, hinum norrænu kollegum sínum frá stöðu mála. Ráðherrarnir sammæltust einnig um að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu um hamfarirnar.