Document Actions

Norræn tungumálakunnátta borgarbúa verst

14.01.2005

Innflytjendum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn gengur verst að skilja önnur norræn tungumál. Þetta kemur fram í rannsókn um tungumálaskilning sem kynnt var í Kaupmannahöfn s.l. fimmtudag og sem fjármögnuð er af Norræna menningarsjóðnum.
Nær tvöþúsund framhaldsskólanemar og foreldrar þeirra tóku þátt í rannsókninni og niðurstöður sýna að þekking ungu kynslóðarinnar á nágrannatungumálunum er miklu verri en foreldra þeirra. Norðmenn og Færeyingar eru bestir Norðurlandabúa í að skilja aðra Norðurlandabúa en Danir og Svíar eru verstir.
Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra Danmerkur lagði á það áherslu að mikilvægt væri að við skyldum nágrannatungumál okkar og að Danir hefðu sett það í forgang á formennskuári sínu sem er í ár.
Besta leiðin til læra tungumál annarra er að kunna eigið tungumál vel, sagði hann í opnunarræðu sinni.
Lars-Olof Delsing frá háskólanum í Lundi sem stjórnaði rannsókninni vill að kennsla í nágrannatungumálum verði aukin í skólum, breytingar verði gerðar á kennaramenntuninni og að sjónvarpað verði á nágrannatungumálunum alls staðar á Norðurlöndum.
Á ráðstefnunni s.l. fimmtudag var einnig kynnt rannsókn um tökuorð í norrænum tungumálum. Þar kom fram að Íslendingar varðveita tungumál sitt best og hafa fæst tökuorð úr ensku, þrátt fyrir að Ísland sé það land sem nýtir ensku mest. Skandinavar hafa fjórfaldað notkun tökuorða í tungumálum sínum s.l. 30 ár og nú er um 1,2 prósent tökuorða í tungumálunum úr ensku.